Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 09:59 Afganskir hermenn á ferð nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans. AP/Rahmat Gul Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það. Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það.
Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira