Mannlíf kaupir 28 þúsund fylgjendur Kvennablaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 09:01 Aftur eru farin að sjást merki um líf á Facebook-síðu Kvennablaðsins. Skjáskot Mannlíf hefur keypt Facebook-síðu Kvennablaðsins og hyggst nýta hana til að deila efni sínu á samfélagsmiðlinum. Þetta staðfestir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, í samtali við Vísi en vefmiðilinn lagði upp laupanna á seinasta ári. Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39
Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00