„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 25. maí 2021 20:18 Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri P. Petersen sem rekur Petersen svítuna. Vísir/Stöð 2 Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi á miðnætti mega veitingastaðir nú vera opnir til klukkan 23:00 og þurfa gestir að hafa yfirgefið stað fyrir miðnætti. Á sama tíma var slakað á grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hækkaðar úr fimmtíu í 150 manns. „Hver klukkustund gefur betur í kassann,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri P. Petersen sem rekur Petersen svítuna við Ingólfsstræti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Breytingin hjálpaði ekki aðeins rekstrinum heldur væru viðskiptavinir líka ánægðari að þurfa ekki að „rjúka út úr húsi einn, tveir og þrír“, að sögn Guðvarðs. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur sett flest stærri mannamót á ís um margra mánaða skeið. Guðvarður sagði að öllum brúðkaupum, ráðstefnum og tónleikum sem voru bókuð í veislusal Petersen hefði verið aflýst í faraldrinum en nú væri fólk byrjað að bóka viðburði aftur. „Núna ganga inn pantanir, sérstaklega fyrir árshátíðir í september, október og nóvember. Í ágúst detta brúðkaupin aðeins inn aftur en ekki eins mörg og þurftu frá að hverfa,“ sagði hann. Fólk biði enn með að bóka fram á sumarið þegar slakað gæti verið enn meira á sóttvarnaaðgerðum. „Það vill klára þetta fyrst held ég, ég held að það skipti öllu máli,“ sagði Guðvarður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi á miðnætti mega veitingastaðir nú vera opnir til klukkan 23:00 og þurfa gestir að hafa yfirgefið stað fyrir miðnætti. Á sama tíma var slakað á grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hækkaðar úr fimmtíu í 150 manns. „Hver klukkustund gefur betur í kassann,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri P. Petersen sem rekur Petersen svítuna við Ingólfsstræti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Breytingin hjálpaði ekki aðeins rekstrinum heldur væru viðskiptavinir líka ánægðari að þurfa ekki að „rjúka út úr húsi einn, tveir og þrír“, að sögn Guðvarðs. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur sett flest stærri mannamót á ís um margra mánaða skeið. Guðvarður sagði að öllum brúðkaupum, ráðstefnum og tónleikum sem voru bókuð í veislusal Petersen hefði verið aflýst í faraldrinum en nú væri fólk byrjað að bóka viðburði aftur. „Núna ganga inn pantanir, sérstaklega fyrir árshátíðir í september, október og nóvember. Í ágúst detta brúðkaupin aðeins inn aftur en ekki eins mörg og þurftu frá að hverfa,“ sagði hann. Fólk biði enn með að bóka fram á sumarið þegar slakað gæti verið enn meira á sóttvarnaaðgerðum. „Það vill klára þetta fyrst held ég, ég held að það skipti öllu máli,“ sagði Guðvarður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira