Svo mikið gekk á lokaholunni að forstjóri PGA þurfti að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 13:30 Phil Mickelson reynir að troða sér í gegnum áhorfendahópinn á mótinu um helgina. AP/Matt York Öryggisverðirnir á PGA-meistaramótinu um helgina misstu stjórn á áhorfendaskrílnum á úrslitastundu og kylfingarnir Phil Mickelson og Brooks Koepka lentu báðir í vandræðum að komast leiðar sinnar á lokaholunni. Fjöldi áhorfenda voru mættir á PGA-risamótið í golfi um helgina og settu þeir mikinn svip á mótið. Þeir gengu líka of langt á átjándu holunni þegar Phil Mickelson var við það að tryggja sér sögulegan sigur. Phil Mickelson og Brooks Koepka voru að reyna að klára hringinn sinn en áhuginn og spenningurinn fyrir sögulegum sigri Mickelson var svo mikill að áhorfendaskrílinn hópaðist að þeim. PGA CEO apologizes for lack of crowd control on 18th hole during final round of PGA Championship https://t.co/QzwQQ8VV6O— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) May 25, 2021 Mickelson náði að losa sig og tryggja sér sigur á mótinu en hann varð þar með fyrsti kylfingurinn til að vinna risamót eftir fimmtugt. Mickelson sagði að atburðirnir hafi verið taugatrekkjandi og Koepka, sem er meiddur á hægra hné, talaði um að fólkið hafi danglað í veika hnéð hans þegar hann var að reyna að komast upp á flötina. Seth Waugh, forsjóri PGA, hefur nú beðist afsökunar á því hversu illa gekk að hafa stjórn á áhorfendahópnum á lokahringnum. Mickelson breaks records.1 Wyndham s ace. MJ helps Fowler find his game.It's the Good, Bad & Unusual from the #PGAChamp.— PGA TOUR (@PGATOUR) May 24, 2021 Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fjöldi áhorfenda voru mættir á PGA-risamótið í golfi um helgina og settu þeir mikinn svip á mótið. Þeir gengu líka of langt á átjándu holunni þegar Phil Mickelson var við það að tryggja sér sögulegan sigur. Phil Mickelson og Brooks Koepka voru að reyna að klára hringinn sinn en áhuginn og spenningurinn fyrir sögulegum sigri Mickelson var svo mikill að áhorfendaskrílinn hópaðist að þeim. PGA CEO apologizes for lack of crowd control on 18th hole during final round of PGA Championship https://t.co/QzwQQ8VV6O— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) May 25, 2021 Mickelson náði að losa sig og tryggja sér sigur á mótinu en hann varð þar með fyrsti kylfingurinn til að vinna risamót eftir fimmtugt. Mickelson sagði að atburðirnir hafi verið taugatrekkjandi og Koepka, sem er meiddur á hægra hné, talaði um að fólkið hafi danglað í veika hnéð hans þegar hann var að reyna að komast upp á flötina. Seth Waugh, forsjóri PGA, hefur nú beðist afsökunar á því hversu illa gekk að hafa stjórn á áhorfendahópnum á lokahringnum. Mickelson breaks records.1 Wyndham s ace. MJ helps Fowler find his game.It's the Good, Bad & Unusual from the #PGAChamp.— PGA TOUR (@PGATOUR) May 24, 2021
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira