Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2021 12:16 Hinum 26 ára gamla Roman Protasevich hefur verið lýst sem „persónulegum óvini“ Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands. Getty/Artur Widak Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. Þá hafa litháískir ráðamenn lagt til að Evrópusambandið banni flugfélögum að fljúga yfir hvítrússneska lofthelgi og hvítrússneskum vélum verði eins bannað að fara yfir ríki sambandsins. Hvítrússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Sviatlana Tsikhanouskaya óttast um líf Protasevich í Hvíta-Rússlandi og grunar að hann hafi þegar þurft að sæta pyntingum. Að sögn farþega sem var um borð í vélinni sagði óttasleginn Protasevich að hans biði dauðarefsing í Hvíta-Rússlandi en ríkið er það eina í Evrópu þar sem dauðarefsingar eru enn við lýði. Leiðtogar Evrópusambandsins íhuga nú sameiginleg viðbrögð við atvikinu og hefur komið til tals að herða efnahagslegar refsiaðgerðir sambandsins gagnvart ríkinu. Tíu kílómetrum frá landamærum Litháen Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að hafa notað falska sprengjuhótun til að neyða flugmenn til að lenda í Minsk en vél Ryanair var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilinius í Litháen. Upplýsingar á flugratsjásíðum benda til að vélin hafi verið um tíu kílómetrum frá landamærum Litháen þegar vélinni var snúið við. Dæmi eru um að flugfélög séu þegar byrjuð að beina farþegavélum sínum frá hvítrússneskri lofthelgi en þó virðist Ryanair halda áfram að fljúga yfir landið. Blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Protasevich var annar stofnenda spjallrásarinnar Nexta channel sem spilaði lykilhlutverk í því að skipuleggja umfangsmikil mótmæli í fyrra gegn Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands. Stjórnvöld þar í landi hafa skilgreint hópinn sem öfgasamtök og ákært Protasevich fyrir að efna til óeirða. Gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann sakfelldur. We haven't seen any official airline announcements but it looks like some airlines are avoiding Belarus airspace. pic.twitter.com/VfVsRXqus8— Flightradar24 (@flightradar24) May 24, 2021 Vakið upp hörð viðbrögð Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmt aðgerðir hvítrússneskra yfirvalda og krafist viðbragða. Þeirra á meðal er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði atvikið vera „hneykslanlegt“ og sakaði stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að leggja líf allra farþeganna í hættu. Þeirra á meðal voru Bandaríkjamenn. Hefur Bliken einnig kallað eftir því að ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar taki málið til skoðunar. Einnig hefur komið fram að vísbendingar séu um að hvítrússneskir leyniþjónustumenn hafi verið um borð í vélinni. Alarmed by reports of #Ryanair being forced to land in #Minsk. #Pratasevich must be released immediately and passengers allowed to continue to their destination.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) May 23, 2021 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í yfirlýsingu á Twitter í gær að hann væri uggandi yfir því að vél Ryanair hafi verið þvinguð til að lenda í Minsk og kallaði eftir því að Protasevich yrði sleppt úr haldi. Tekið fyrir á leiðtogafundi ESB Gitanas Nauseda, forseti Litháen, hefur brugðist hart við fregnum gærdagsins og kallað atvikið „hryðjuverkaárás.“ Þá lagði hann til að gripið yrði harðra refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands gaf lítið fyrir yfirlýsingar leiðtoganna í dag og sagði að flugmálayfirvöld hafi starfað í „fullu samræmi við alþjóðareglur.“ Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, kallaði atvikið „enn eina tilraun hvítrússneskra yfirvalda til að þagga niður í röddum stjórnarandstöðunnar.“ Tveggja daga leiðtogafundur ESB hefst í dag og hefur verið gefið út að mál Protasevich verði þar efst á dagskrá. „Við sáum þau ekki aftur“ „Ég sá þennan hvítrússneska mann með kærustu sinni sitja beint fyrir aftan okkur. Hann fór á límingunum þegar flugstjórinn sagði að flugvélinni yrði snúið til Minsk. Hann sagði að þar biði hans dauðarefsing,“ sagði farþeginn Marius Rutkauskas í samtali við AP-fréttaveituna, eftir að vélin komst loks á áfangastað í Vilinius. „Við sátum þarna í klukkutíma eftir að við lentum. Þá byrjuðu þau að hleypa farþegum frá borði og tóku þau tvö. Við sáum þau ekki aftur.“ Umfangsmikil mótmæli stóðu yfir í Hvíta-Rússlandi í fleiri mánuði eftir forsetakosningarnar í ágúst þar sem Alexander Lukashenko var sakaður um kosningasvindl. Mótframbjóðandi hans Sviatlana Tsikhanouskaya flúði til Litháen að loknum kosningunum og kvaðst óttast um eigið öryggi og barna sinna. Stjórnvöld í landinu hafa mætt mótmælendum með mikilli hörku og hafa yfir 34 þúsund verið handteknir í Hvíta-Rússlandi frá því í ágúst. Talið er að þúsundir hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þá hafa litháískir ráðamenn lagt til að Evrópusambandið banni flugfélögum að fljúga yfir hvítrússneska lofthelgi og hvítrússneskum vélum verði eins bannað að fara yfir ríki sambandsins. Hvítrússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Sviatlana Tsikhanouskaya óttast um líf Protasevich í Hvíta-Rússlandi og grunar að hann hafi þegar þurft að sæta pyntingum. Að sögn farþega sem var um borð í vélinni sagði óttasleginn Protasevich að hans biði dauðarefsing í Hvíta-Rússlandi en ríkið er það eina í Evrópu þar sem dauðarefsingar eru enn við lýði. Leiðtogar Evrópusambandsins íhuga nú sameiginleg viðbrögð við atvikinu og hefur komið til tals að herða efnahagslegar refsiaðgerðir sambandsins gagnvart ríkinu. Tíu kílómetrum frá landamærum Litháen Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að hafa notað falska sprengjuhótun til að neyða flugmenn til að lenda í Minsk en vél Ryanair var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilinius í Litháen. Upplýsingar á flugratsjásíðum benda til að vélin hafi verið um tíu kílómetrum frá landamærum Litháen þegar vélinni var snúið við. Dæmi eru um að flugfélög séu þegar byrjuð að beina farþegavélum sínum frá hvítrússneskri lofthelgi en þó virðist Ryanair halda áfram að fljúga yfir landið. Blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Protasevich var annar stofnenda spjallrásarinnar Nexta channel sem spilaði lykilhlutverk í því að skipuleggja umfangsmikil mótmæli í fyrra gegn Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands. Stjórnvöld þar í landi hafa skilgreint hópinn sem öfgasamtök og ákært Protasevich fyrir að efna til óeirða. Gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann sakfelldur. We haven't seen any official airline announcements but it looks like some airlines are avoiding Belarus airspace. pic.twitter.com/VfVsRXqus8— Flightradar24 (@flightradar24) May 24, 2021 Vakið upp hörð viðbrögð Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmt aðgerðir hvítrússneskra yfirvalda og krafist viðbragða. Þeirra á meðal er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði atvikið vera „hneykslanlegt“ og sakaði stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að leggja líf allra farþeganna í hættu. Þeirra á meðal voru Bandaríkjamenn. Hefur Bliken einnig kallað eftir því að ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar taki málið til skoðunar. Einnig hefur komið fram að vísbendingar séu um að hvítrússneskir leyniþjónustumenn hafi verið um borð í vélinni. Alarmed by reports of #Ryanair being forced to land in #Minsk. #Pratasevich must be released immediately and passengers allowed to continue to their destination.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) May 23, 2021 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í yfirlýsingu á Twitter í gær að hann væri uggandi yfir því að vél Ryanair hafi verið þvinguð til að lenda í Minsk og kallaði eftir því að Protasevich yrði sleppt úr haldi. Tekið fyrir á leiðtogafundi ESB Gitanas Nauseda, forseti Litháen, hefur brugðist hart við fregnum gærdagsins og kallað atvikið „hryðjuverkaárás.“ Þá lagði hann til að gripið yrði harðra refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands gaf lítið fyrir yfirlýsingar leiðtoganna í dag og sagði að flugmálayfirvöld hafi starfað í „fullu samræmi við alþjóðareglur.“ Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, kallaði atvikið „enn eina tilraun hvítrússneskra yfirvalda til að þagga niður í röddum stjórnarandstöðunnar.“ Tveggja daga leiðtogafundur ESB hefst í dag og hefur verið gefið út að mál Protasevich verði þar efst á dagskrá. „Við sáum þau ekki aftur“ „Ég sá þennan hvítrússneska mann með kærustu sinni sitja beint fyrir aftan okkur. Hann fór á límingunum þegar flugstjórinn sagði að flugvélinni yrði snúið til Minsk. Hann sagði að þar biði hans dauðarefsing,“ sagði farþeginn Marius Rutkauskas í samtali við AP-fréttaveituna, eftir að vélin komst loks á áfangastað í Vilinius. „Við sátum þarna í klukkutíma eftir að við lentum. Þá byrjuðu þau að hleypa farþegum frá borði og tóku þau tvö. Við sáum þau ekki aftur.“ Umfangsmikil mótmæli stóðu yfir í Hvíta-Rússlandi í fleiri mánuði eftir forsetakosningarnar í ágúst þar sem Alexander Lukashenko var sakaður um kosningasvindl. Mótframbjóðandi hans Sviatlana Tsikhanouskaya flúði til Litháen að loknum kosningunum og kvaðst óttast um eigið öryggi og barna sinna. Stjórnvöld í landinu hafa mætt mótmælendum með mikilli hörku og hafa yfir 34 þúsund verið handteknir í Hvíta-Rússlandi frá því í ágúst. Talið er að þúsundir hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55