Kynnir Íslendinga fyrir húsum Sigvalda með bók og sýningu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2021 16:00 Loji Höskuldsson Vísir(Vilhelm „Ég er að gefa út bók um þar sem ég tek saman mín uppáhalds verk eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson, þetta er svona nokkurs konar ástarbréf en bókin heitir einmitt Ástarbréf til Sigvalda,“ segir Logi Höskuldsson, betur þektur sem Loji. Bókina kynnir hann á sýningu sinni á HönnunarMars sem fer fram í Ásmundarsal. Hann segir að bókin veki upp bæði kátínu og gleði. „Ég er sjálfur að gefa hana út en bókin kemur undir nafni Grazie! Press sem er útgáfu merki hönnuða bókarinnar Helgu Dögg og Bobby Breiðholts.“ Áhugi frá níu ára aldri Loji heldur uppi Instagram síðu þar sem hann birtir myndir af húsum eftir Sigvalda, en hann hefur skoðað þessi hús alveg frá því í æsku. „Ætli ég hafi ekki verið svona níu ára gamall þegar fór fyrst að taka eftir litunum hans, vissi reyndar ekki hver hann var þá en ég hef allavega elt þessa liti síðan þá,“ útskýrir Loji. „Þetta hefur verið svolítið langt ferli að safna öllu efninu en ég byrjaði að taka myndir um 2015 en hönnun bókarinnar hefur kannski tekið um ár.“ Á Sýningunni má sjá myndir af húsum Sigvalda, bókina Ástarbréf til Sigvalda og svo módel af Sigvalda húsi sem komst aldrei upp af teikningunum. „Mér finnst það ótrúlega fallegt, það er hús sem var aldrei byggt en átti að rísa á lóð í hverfinu sem ég ólst upp í Sólheimum 42. Gunnhildur Melsteð arkitekt gerði módelið og það er svo ótrúlega vel og fallega gert að ég er eiginlega á algjörum bömmer að þetta hús hafi aldrei verið byggt.“ Innblásið af húsfélagsbeiðni Á sýningunni er einnig verk eftir Loja sem innblásið er af Sigvaldahúsunum. „Það er innblásið af tölvupósti sem ég fékk frá húsfélagi Hverfisgötu 82 um að biðja mig um að koma með litatillögu fyrir húsið.“ Ásmundasalur seldi miða í rútuferð þar sem Loji sýnir og segir frá húsum Sigvalda. Uppselt var í fyrstu ferðina en þegar þetta er skrifað er enn hægt að nálgast sæti í aukaferðina sem er á morgun klukkan 15. Það sem heillar hann við hönnun Sigvalda er litir, form, og hinn látlausi elegans í byggingunum hans. Aðspurður hvaða Sigvaldahús séu í mestu uppáhaldi svarar Logi: „Skildinganes 23, sem er á sölu, Búðareyri 5, sem er á sölu líka, Melabraut 30 og Háaleitisbraut 109-111.“ View this post on Instagram A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho) Gráhærður af spenningi Loji segir að algjör fágun og sjálfbærni einkenni HönnunarMars í ár. Sjálfur ætlar hann að skoða nokkrar sýningar þó að hann sé líka að sýna sjálfur í Ásmundarsal. „Ég verð að sjá sýninguna hjá henni Kristínu Þorkells á hönnunarsafninu, hennar hönnun hefur haft svo gríðarleg áhrif á mitt umhverfi í gegnum tíðina! Funky Terrazzo er líka tryllt, peysa með öllu, shape, repeat og þessi mygluprentari er að gera mig gráhærðan af spenningi.“ Hann hvetur fólk til að skoða allt það frábæra sem er að gerast á HönnunarMars. Eftir hátíð ætlar hann að byrja að hugsa um tónlistina aftur. „Ætli maður fari ekki að rífa hljómsveitina aftur í gang fyrst að allir eru að fá bóluefni hægri vinstri. Bandið mitt Bjartar sveiflur skulda held ég allavega eitt rosalegt dansiball.“ Hægt er að fylgjast með loga á Instagram undir nöfnunum @loji.its.official og @lojiho og í gegnum síðuna hverfisgalleri.is HönnunarMars Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem gefa manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00 Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01 Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár. 21. maí 2021 06:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Bókina kynnir hann á sýningu sinni á HönnunarMars sem fer fram í Ásmundarsal. Hann segir að bókin veki upp bæði kátínu og gleði. „Ég er sjálfur að gefa hana út en bókin kemur undir nafni Grazie! Press sem er útgáfu merki hönnuða bókarinnar Helgu Dögg og Bobby Breiðholts.“ Áhugi frá níu ára aldri Loji heldur uppi Instagram síðu þar sem hann birtir myndir af húsum eftir Sigvalda, en hann hefur skoðað þessi hús alveg frá því í æsku. „Ætli ég hafi ekki verið svona níu ára gamall þegar fór fyrst að taka eftir litunum hans, vissi reyndar ekki hver hann var þá en ég hef allavega elt þessa liti síðan þá,“ útskýrir Loji. „Þetta hefur verið svolítið langt ferli að safna öllu efninu en ég byrjaði að taka myndir um 2015 en hönnun bókarinnar hefur kannski tekið um ár.“ Á Sýningunni má sjá myndir af húsum Sigvalda, bókina Ástarbréf til Sigvalda og svo módel af Sigvalda húsi sem komst aldrei upp af teikningunum. „Mér finnst það ótrúlega fallegt, það er hús sem var aldrei byggt en átti að rísa á lóð í hverfinu sem ég ólst upp í Sólheimum 42. Gunnhildur Melsteð arkitekt gerði módelið og það er svo ótrúlega vel og fallega gert að ég er eiginlega á algjörum bömmer að þetta hús hafi aldrei verið byggt.“ Innblásið af húsfélagsbeiðni Á sýningunni er einnig verk eftir Loja sem innblásið er af Sigvaldahúsunum. „Það er innblásið af tölvupósti sem ég fékk frá húsfélagi Hverfisgötu 82 um að biðja mig um að koma með litatillögu fyrir húsið.“ Ásmundasalur seldi miða í rútuferð þar sem Loji sýnir og segir frá húsum Sigvalda. Uppselt var í fyrstu ferðina en þegar þetta er skrifað er enn hægt að nálgast sæti í aukaferðina sem er á morgun klukkan 15. Það sem heillar hann við hönnun Sigvalda er litir, form, og hinn látlausi elegans í byggingunum hans. Aðspurður hvaða Sigvaldahús séu í mestu uppáhaldi svarar Logi: „Skildinganes 23, sem er á sölu, Búðareyri 5, sem er á sölu líka, Melabraut 30 og Háaleitisbraut 109-111.“ View this post on Instagram A post shared by Loji Höskuldsson (@lojiho) Gráhærður af spenningi Loji segir að algjör fágun og sjálfbærni einkenni HönnunarMars í ár. Sjálfur ætlar hann að skoða nokkrar sýningar þó að hann sé líka að sýna sjálfur í Ásmundarsal. „Ég verð að sjá sýninguna hjá henni Kristínu Þorkells á hönnunarsafninu, hennar hönnun hefur haft svo gríðarleg áhrif á mitt umhverfi í gegnum tíðina! Funky Terrazzo er líka tryllt, peysa með öllu, shape, repeat og þessi mygluprentari er að gera mig gráhærðan af spenningi.“ Hann hvetur fólk til að skoða allt það frábæra sem er að gerast á HönnunarMars. Eftir hátíð ætlar hann að byrja að hugsa um tónlistina aftur. „Ætli maður fari ekki að rífa hljómsveitina aftur í gang fyrst að allir eru að fá bóluefni hægri vinstri. Bandið mitt Bjartar sveiflur skulda held ég allavega eitt rosalegt dansiball.“ Hægt er að fylgjast með loga á Instagram undir nöfnunum @loji.its.official og @lojiho og í gegnum síðuna hverfisgalleri.is
HönnunarMars Tíska og hönnun Hús og heimili Tengdar fréttir Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem gefa manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00 Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01 Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár. 21. maí 2021 06:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Gefandi að vinna með flottum konum og hönnuðum sem gefa manni innblástur Anita Hirlekar, Eygló Margrét Lárusdóttir og Magnea Einarsdóttir taka saman þátt í HönnunarMars í ár með sameiginlegri sýningu í verslun sinni KIOSK. Þær eru þó ekki að hanna saman, heldur eru þær allar að sýna nýja hönnun undir eigin merkjum. 21. maí 2021 14:00
Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. 21. maí 2021 13:01
Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár. 21. maí 2021 06:01