Konur eiga rétt á því að vera vakandi yfir eigin heilsu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 18. maí 2021 11:01 Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun