Hallgrímur: Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2021 20:54 KA-menn eru á miklu skriði. vísir/hulda margrét „Við erum gríðarlega ánægðir. Við spiluðum flottan leik, skoruðum fjögur mörk og klúðruðum meira að segja víti þannig að við erum ánægðir með frammistöðuna,“ sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir góðan sigur hans manna í Pepsi Max deildinni í kvöld. Með sigrinum fer KA á topp deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti. Þeir eru jafnir Víkingum að stigum en með betri markatölu. FH og Valur geta síðan bæst í þeirra hóp með sigrum í kvöld. „Við erum með fín gæði í liðinu og erum að spila vel sem lið. Mér sýnist við vera búnir að búa til ansi gott lið fyrir norðan því það eru allir að vinna fyrir hvern annan. Þó að okkur vanti menn þá eru aðrir að stíga upp og við erum með gríðarlega flottan hóp.“ KA hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum eftir markalaust jafntefli í fyrsta leik gegn HK. „Við erum mest ánægðir með vinnsluna í liðinu. Það eru allir jákvæðir og tilbúnir að vinna fyrir hvern annan og þá koma mörkin því við erum með gæði fram á við.“ „Við þurfum að halda fótunum á jörðinni og halda áfram. Við þurfum að skoða af hverju við erum að ná þessu fram sem við náðum ekki í fyrra og halda áfram að gera þá hluti vel. Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á.“ Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu KA menn vítaspyrnu. Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði hins vegar spyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar og gestirnir misstu því af tækifæri að fara með þægilega stöðu inn í leikhléið. „Við létum það ekki hafa of mikil áhrif á okkur. Hluta af seinni hálfleik spiluðu Keflvíkingar mjög vel og í svona 10-15 mínútur vorum við í veseni. Þegar það koma svona kaflar snýst það um að lifa þá af og við náðum aftur tökum á leiknum. Keflavík fór að taka sénsa og við bættum við mörkum, ég veit ekki hvort 4-1 gefur alveg rétta mynd af þessu,“ sagði Hallgrímur að endingu. KA Keflavík ÍF Fótbolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Með sigrinum fer KA á topp deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti. Þeir eru jafnir Víkingum að stigum en með betri markatölu. FH og Valur geta síðan bæst í þeirra hóp með sigrum í kvöld. „Við erum með fín gæði í liðinu og erum að spila vel sem lið. Mér sýnist við vera búnir að búa til ansi gott lið fyrir norðan því það eru allir að vinna fyrir hvern annan. Þó að okkur vanti menn þá eru aðrir að stíga upp og við erum með gríðarlega flottan hóp.“ KA hefur skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum eftir markalaust jafntefli í fyrsta leik gegn HK. „Við erum mest ánægðir með vinnsluna í liðinu. Það eru allir jákvæðir og tilbúnir að vinna fyrir hvern annan og þá koma mörkin því við erum með gæði fram á við.“ „Við þurfum að halda fótunum á jörðinni og halda áfram. Við þurfum að skoða af hverju við erum að ná þessu fram sem við náðum ekki í fyrra og halda áfram að gera þá hluti vel. Hlutirnir breytast fljótt í fótbolta ef maður fer að slaka á.“ Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu KA menn vítaspyrnu. Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði hins vegar spyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar og gestirnir misstu því af tækifæri að fara með þægilega stöðu inn í leikhléið. „Við létum það ekki hafa of mikil áhrif á okkur. Hluta af seinni hálfleik spiluðu Keflvíkingar mjög vel og í svona 10-15 mínútur vorum við í veseni. Þegar það koma svona kaflar snýst það um að lifa þá af og við náðum aftur tökum á leiknum. Keflavík fór að taka sénsa og við bættum við mörkum, ég veit ekki hvort 4-1 gefur alveg rétta mynd af þessu,“ sagði Hallgrímur að endingu.
KA Keflavík ÍF Fótbolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira