Klopp mun ræða sérstaklega við Sadio Mane um atvikið eftir United leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 15:30 Augun verða á þeim Jürgen Klopp og Sadio Mane í síðustu leikjum tímabilsins. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk óvenju kuldaleg viðbrögð frá Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester United og fjölmiðlar hafa smjattað mikið á því síðan. Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira