„Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 16:01 Domino´s Körfuboltakvöld kvenna heldur að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Vísir/Bára Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Vals og Fjölnis í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Fjölniskonur gætu haft áhyggjur af því að Helena Sverrisdóttir hafi verið að spara sig fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í fyrst og fjórða sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Valskonur urðu deildarmeistarar en einn af fáum tapleikjum liðsins kom einmitt á móti nýliðunum úr Grafarvoginum. „Helena hefur verið frekar róleg að undanförnu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir í upphafi umræðunnar. „Hefur hún ekki bara verið að hlaða batteríin,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir inn í. „Er hún ekki að koma öðrum leikmönnum í gang,“ spurði Pálína í framhaldinu. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Fjölnis „Hún er róleg en samt er hún að skila svo svakalegum tölum að maður trúir því ekki,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Að hafa hana í liðinu þínu þá ertu strax kominn með svindlkarl og það hefur bara verið þannig í mörg ár,“ sagði Ólöf Helga. Hjá Fjölni er Ariel Hern búin að vera frábær á þessu tímabili og á mikinn þátt í því að nýliðarnir komust í úrslitakeppnina. „Ég held að við lofsyngjum hana í hverjum einasta þætti. Það verður erfitt fyrir Dagbjörtu Dögg og allt Valsliðið að hægja á henni,“ sagði Pálína. „Það fer mikil orka í það og þá getur X-faktorinn verið að hinar stígi upp. Hún er svolítið óstöðvandi samt og finnur bara leiðir,“ sagði Ólöf Helga. Það má horfa á alla umfjöllunina um einvígi Vals og Fjölnis hér fyrir ofan. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu þar frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna tveggja. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöld kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira