Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Andri Már Eggertsson skrifar 13. maí 2021 17:45 Blær Hinriksson og félagar í Aftureldingu fóru illa að ráði sínu gegn KA. vísir/hulda margrét Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru hnífjafnar, hvorugt liðið komst tveimur mörkum yfir og skiptust liðin á að taka eins marks forskot alveg þar til heimamenn tóku við sér. Afturelding gerði þrjú mörk í röð og var staðan 12-10 þegar Jónatan Magnússon, þjálfari KA, tók sitt fyrsta leikhlé. Afturelding hélt sínu striki út hálfleikinn og staðna 17-14 þegar haldið var til hálfleiks. KA byrjaði af meiri krafti í seinni hálfleik, þeir reyndu að minnka mun Aftureldingar sem gáfu þó alltaf í þegar forskotið fór að minnka. Þegar korter var eftir af leiknum náði KA upp góðum kafla þar sem þeir minnkuðu forskot Aftureldingar í tvö mörk sem neyddi Gunnar Magnússon til að taka leikhlé. KA jafnaði síðan leikinn í 26-26 þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum sem gerðu loka mínúturnar spennandi. Bæði Afturelding og KA fengu sókn til að ná inn sigurmarki en bæði lið fóru illa að ráði sínu og því niðurstaðan 27-27 jafntefli. Af hverju varð jafntefli? Þó KA voru undir lengst af í leiknum héldu þeir áfram að herja á Aftureldingu og náðu á endanum að jafna leikinn þegar fjórar mín voru eftir. Bekkur Aftureldingar er þunnskipaður, undir lokinn voru bæði Þorsteinn Leó og Bergvin Gíslason farnir út af vegna meiðsla og þá vantaði leiðtoga til að taka á skarið undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Leó Gunnarsson átti góðan leik í kvöld, KA áttu í miklum vandræðum með hann þegar hann fór af fullum krafti í aðgerðir. Þorsteinn endaði með sex mörk úr sjö skotum. Patrekur Stefánsson var allt í öllu hjá KA þegar þeir náðu að jafna leikinn og áttu varnarmenn Aftureldingar í miklum vandræðum með yfirhandar fintuna hjá honum. Hann gerði sjö mörk úr ellefu skotum. Einar Bragi Stefánsson átti góðan loka kafla og gerði þrjú af síðustu fjórum mörkum KA. Hvað gekk illa? Dómarar leiksins voru með afar sérstaka línu sem þeir áttu sjálfir í erfiðleikum með að fylgja eftir. Þeir byrjuðu á að gefa tveggja mínútna brottvísun á mikið af fjöldan allan af brotum en hættu síðan öllum brottvísunum þegar líða tók á leikinn. Í stöðunni 25-23 skellti Árni Bragi Eyjólfsson Þorsteini Leó í gólfið sem fór með sjúkrabíl upp á spítala beint eftir leikinn, en í því atviki slapp hann við allar refsingar. Liðin áttu bæði í erfiðleikum með að skora undir restina þegar allt var undir og skoruðu bæði lið aðeins eitt mark á síðustu fjórum mínútum leiksins. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag klukkan 14:00 mætast Afturelding og ÍR í íþróttamiðstöðinni Varmá. Á sama tíma fyrir norðan mætast KA og ÍBV. Jónatan: Mér fannst dómgæslan í dag ekki góð Jónatan var þokkalega ánægður með spilamennskuna í dagVísir/Hulda „Í seinni hálfleik spiluðum við betri vörn í þeim fyrri, við vorum slakir varnarlega framan af leik. Ég er ánægður með karakter liðsins sem höfðu trú þó þeir lentu nokkrum mörkum undir,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna. KA lenti í miklum vandræðum með Aftureldingu síðustu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og voru þremur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleik, sóknarlega gerðum við vel til að byrja með en síðan fór að halla undan fæti sem gerði þeim að verkum að þeir bjuggu til forskot.“ Dómgæsla leiksins var á allra vörum eftir leik. Bæði Jónatan og Gunnar þjálfarar liðanna voru mjög ósáttir við dómara leiksins í dag. „Okkur fannst dómgæslan ekki góð í dag. Seint í seinni hálfleik fengu þeir gefinst aukakast ásamt því að sleppa tvisvar við ruðning,“ sagði Jónatan. „Í vetur hefur það verið þannig að þó menn standa á miðjunni og reyna fiska ruðning hefur ekkert verið flautað á það en í dag breytist það allt í einu. Heilt yfir fannst mér dómgæslan ekki góð í dag,“ sagði Jónatan og bætti við að skoðun hans gæti breyst á morgun. KA fékk lokasókn leiksins, Jónatan tók leikhlé en KA tókst ekki að skora og niðurstaðan jafntefli. „Við náðum ekki að opna þær glufur sem við reyndum að opna. Planið var að skjóta ekki of snemma þar sem við höfðum mikið fyrir stiginu, en eftir á hefðum við líklega átt að vera hugrakkari á að vinna leikinn,“ sagði Jónatan að lokum. Gunnar: Þorsteinn Leó fór beint með sjúkrabíl upp á spítala Gunnar var ómyrkur í máli í garð dómara leiksins.Vísir/Hulda „Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað," sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding KA
Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru hnífjafnar, hvorugt liðið komst tveimur mörkum yfir og skiptust liðin á að taka eins marks forskot alveg þar til heimamenn tóku við sér. Afturelding gerði þrjú mörk í röð og var staðan 12-10 þegar Jónatan Magnússon, þjálfari KA, tók sitt fyrsta leikhlé. Afturelding hélt sínu striki út hálfleikinn og staðna 17-14 þegar haldið var til hálfleiks. KA byrjaði af meiri krafti í seinni hálfleik, þeir reyndu að minnka mun Aftureldingar sem gáfu þó alltaf í þegar forskotið fór að minnka. Þegar korter var eftir af leiknum náði KA upp góðum kafla þar sem þeir minnkuðu forskot Aftureldingar í tvö mörk sem neyddi Gunnar Magnússon til að taka leikhlé. KA jafnaði síðan leikinn í 26-26 þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum sem gerðu loka mínúturnar spennandi. Bæði Afturelding og KA fengu sókn til að ná inn sigurmarki en bæði lið fóru illa að ráði sínu og því niðurstaðan 27-27 jafntefli. Af hverju varð jafntefli? Þó KA voru undir lengst af í leiknum héldu þeir áfram að herja á Aftureldingu og náðu á endanum að jafna leikinn þegar fjórar mín voru eftir. Bekkur Aftureldingar er þunnskipaður, undir lokinn voru bæði Þorsteinn Leó og Bergvin Gíslason farnir út af vegna meiðsla og þá vantaði leiðtoga til að taka á skarið undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Leó Gunnarsson átti góðan leik í kvöld, KA áttu í miklum vandræðum með hann þegar hann fór af fullum krafti í aðgerðir. Þorsteinn endaði með sex mörk úr sjö skotum. Patrekur Stefánsson var allt í öllu hjá KA þegar þeir náðu að jafna leikinn og áttu varnarmenn Aftureldingar í miklum vandræðum með yfirhandar fintuna hjá honum. Hann gerði sjö mörk úr ellefu skotum. Einar Bragi Stefánsson átti góðan loka kafla og gerði þrjú af síðustu fjórum mörkum KA. Hvað gekk illa? Dómarar leiksins voru með afar sérstaka línu sem þeir áttu sjálfir í erfiðleikum með að fylgja eftir. Þeir byrjuðu á að gefa tveggja mínútna brottvísun á mikið af fjöldan allan af brotum en hættu síðan öllum brottvísunum þegar líða tók á leikinn. Í stöðunni 25-23 skellti Árni Bragi Eyjólfsson Þorsteini Leó í gólfið sem fór með sjúkrabíl upp á spítala beint eftir leikinn, en í því atviki slapp hann við allar refsingar. Liðin áttu bæði í erfiðleikum með að skora undir restina þegar allt var undir og skoruðu bæði lið aðeins eitt mark á síðustu fjórum mínútum leiksins. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag klukkan 14:00 mætast Afturelding og ÍR í íþróttamiðstöðinni Varmá. Á sama tíma fyrir norðan mætast KA og ÍBV. Jónatan: Mér fannst dómgæslan í dag ekki góð Jónatan var þokkalega ánægður með spilamennskuna í dagVísir/Hulda „Í seinni hálfleik spiluðum við betri vörn í þeim fyrri, við vorum slakir varnarlega framan af leik. Ég er ánægður með karakter liðsins sem höfðu trú þó þeir lentu nokkrum mörkum undir,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna. KA lenti í miklum vandræðum með Aftureldingu síðustu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og voru þremur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleik, sóknarlega gerðum við vel til að byrja með en síðan fór að halla undan fæti sem gerði þeim að verkum að þeir bjuggu til forskot.“ Dómgæsla leiksins var á allra vörum eftir leik. Bæði Jónatan og Gunnar þjálfarar liðanna voru mjög ósáttir við dómara leiksins í dag. „Okkur fannst dómgæslan ekki góð í dag. Seint í seinni hálfleik fengu þeir gefinst aukakast ásamt því að sleppa tvisvar við ruðning,“ sagði Jónatan. „Í vetur hefur það verið þannig að þó menn standa á miðjunni og reyna fiska ruðning hefur ekkert verið flautað á það en í dag breytist það allt í einu. Heilt yfir fannst mér dómgæslan ekki góð í dag,“ sagði Jónatan og bætti við að skoðun hans gæti breyst á morgun. KA fékk lokasókn leiksins, Jónatan tók leikhlé en KA tókst ekki að skora og niðurstaðan jafntefli. „Við náðum ekki að opna þær glufur sem við reyndum að opna. Planið var að skjóta ekki of snemma þar sem við höfðum mikið fyrir stiginu, en eftir á hefðum við líklega átt að vera hugrakkari á að vinna leikinn,“ sagði Jónatan að lokum. Gunnar: Þorsteinn Leó fór beint með sjúkrabíl upp á spítala Gunnar var ómyrkur í máli í garð dómara leiksins.Vísir/Hulda „Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað," sagði Gunnar að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti