Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 17:04 Ættingjar fólk sem breskir hermenn drápu í Ballymurphy-fjöldamorðinu árið 1971 héldu á myndum af þeim áður en niðurstaða dánardómstjóra var kynnt í Belfast í dag. AP/Peter Morrison Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira