Tímabilið undir hjá Arsenal sem þarf að fella þann sigursælasta Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 13:30 Bukayo Saka gaf Arsenal góða von um að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar hann krækti í vítaspyrnu á Spáni fyrir viku. Getty/David S. Bustamante Á meðan að Manchester United virðist eiga sigurinn vísan í einvígi sínu við Roma er mikil spenna í undanúrslitarimmu Arsenal og Villarreal þar sem úrslitin ráðast í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta. Arsenal þarf að gera nokkuð sem engu liði hefur tekist í vetur. Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira