„Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 12:00 Hákon Daði Styrmisson hefur raðað inn mörkum í Olís-deildinni í vetur. Mörkin eru alls orðin 138 en enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað meira. vísir/vilhelm Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að læra við fótskör Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Í morgun var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið. Þar hittir Hákon fyrir annan Eyjamann, Elliða Snæ Viðarsson. „Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“ Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira