„Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Atli Arason skrifar 2. maí 2021 21:31 Júlíus Orri Ágústsson vísir/bára Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. „Það er gaman að vera kominn aftur en maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur,“ sagði Júlíus Orri. Júlíus var hins vegar ekki sáttur við frammistöðu Þórs í þessum mikilvæga leik gegn Njarðvík sem tapaðist með 22 stigum, 97-75. Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Sigur það eina sem er í boði fyrir Njarðvíkinga „Þetta er mjög svekkjandi, mér fannst við spila sem fimm einstaklingar í dag frekar en að spila sem lið. Sérstaklega þegar þetta er mikilvægasti tímapunkturinn þá er óboðlegt að bjóða upp á svona frammistöðu.“ „Mér fannst við brotna allt of snemma og ef við förum undir þá endum við að tapa með 20 eins og hefur gerst allt of oft í vetur.“ Þór Akureyri er sem stendur með verstu nettó stiga söfnun í deildinni eða -141 stig. Fari svo að Njarðvík og Þór endi jöfn af stigum í deildinni þá endar Njarðvík ofar í töflunni á nettó stigatölu vegna þess að bæði lið unnu innbyrðis viðureignirnar með 22 stiga mun. Njarðvík er með -52 stig í nettó eins og staðan er núna. Þór var lengi vel inn í leiknum en að loknum þriðja leikhluta var Njarðvík aðeins sjö stigum yfir en leikur Þórs hrynur í fjórða leikhluta þar sem þeir tapa leikhlutanum með 15 stigum. Aðspurður að því hvað gerist hjá Þór í fjórða fjórðung hefur Júlíus fá svör. „Ég bara veit það ekki. Örugglega bara andleysi og væl í dómaranum og eitthvað svoleiðis. Það er samt enginn afsökun fyrir því hvað við spiluðum illa í kvöld. Við vorum bara mjög lélegir.“ Eftir að hafa verið á flugi fyrir covid hlé hafa Akureyringar núna tapað fjórum leikjum í röð eftir hlé. Júlíus kallar eftir því að liðið svari þessu slæma gengi undanfarið í næstu og síðustu tveimur leikjunum sínum. „Ég held bara að við séum svolítið andlausir. Hléið hefur greinilega farið mjög illa í okkur. Við verðum bara að laga þetta á móti Þorlákshöfn og Haukum og vinna síðustu tvo.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór í Þorlákshöfn. Júlíus telur þennan leik mikilvægan ef Þór Akureyri ætlar sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. „Miðað við hvernig staðan er núna þá verðum við bara að gefa okkur alla fram í þessa tvo leiki til að halda okkur uppi og vonandi komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson að lokum. Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Það er gaman að vera kominn aftur en maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur,“ sagði Júlíus Orri. Júlíus var hins vegar ekki sáttur við frammistöðu Þórs í þessum mikilvæga leik gegn Njarðvík sem tapaðist með 22 stigum, 97-75. Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Sigur það eina sem er í boði fyrir Njarðvíkinga „Þetta er mjög svekkjandi, mér fannst við spila sem fimm einstaklingar í dag frekar en að spila sem lið. Sérstaklega þegar þetta er mikilvægasti tímapunkturinn þá er óboðlegt að bjóða upp á svona frammistöðu.“ „Mér fannst við brotna allt of snemma og ef við förum undir þá endum við að tapa með 20 eins og hefur gerst allt of oft í vetur.“ Þór Akureyri er sem stendur með verstu nettó stiga söfnun í deildinni eða -141 stig. Fari svo að Njarðvík og Þór endi jöfn af stigum í deildinni þá endar Njarðvík ofar í töflunni á nettó stigatölu vegna þess að bæði lið unnu innbyrðis viðureignirnar með 22 stiga mun. Njarðvík er með -52 stig í nettó eins og staðan er núna. Þór var lengi vel inn í leiknum en að loknum þriðja leikhluta var Njarðvík aðeins sjö stigum yfir en leikur Þórs hrynur í fjórða leikhluta þar sem þeir tapa leikhlutanum með 15 stigum. Aðspurður að því hvað gerist hjá Þór í fjórða fjórðung hefur Júlíus fá svör. „Ég bara veit það ekki. Örugglega bara andleysi og væl í dómaranum og eitthvað svoleiðis. Það er samt enginn afsökun fyrir því hvað við spiluðum illa í kvöld. Við vorum bara mjög lélegir.“ Eftir að hafa verið á flugi fyrir covid hlé hafa Akureyringar núna tapað fjórum leikjum í röð eftir hlé. Júlíus kallar eftir því að liðið svari þessu slæma gengi undanfarið í næstu og síðustu tveimur leikjunum sínum. „Ég held bara að við séum svolítið andlausir. Hléið hefur greinilega farið mjög illa í okkur. Við verðum bara að laga þetta á móti Þorlákshöfn og Haukum og vinna síðustu tvo.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór í Þorlákshöfn. Júlíus telur þennan leik mikilvægan ef Þór Akureyri ætlar sér ekki að sogast niður í fallbaráttuna. „Miðað við hvernig staðan er núna þá verðum við bara að gefa okkur alla fram í þessa tvo leiki til að halda okkur uppi og vonandi komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson að lokum.
Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira