Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðablik 1. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA annað kvöld. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 1. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið verði Íslandsmeistari í annað sinn í sögu félagsins. Miklar væntingar voru gerðar til Breiðabliks í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem hafði gert frábæra hluti með Gróttu. Og byrjunin lofaði góðu. Blikar unnu fyrstu þrjá leiki sína en fengu svo aðeins tvö stig út úr næstu fimm leikjum. Niðurstaðan varð 4. sæti, tveimur sætum neðar en tímabilin 2018 og 2019. Blikar spiluðu skemmtilegan fótbolta í fyrra en hann reyndist ekki alveg nógu árangursríkur. Varnarmenn og markvörður Breiðabliks voru full gjafmildir og liðið fékk á sig mörg ódýr mörk. Á öðru tímabili ættu Blikar að vera búnir að ná enn betri tökum á leikstíl Óskars Hrafns. Gengið og spilamennskan í vetur ætti líka að blása stuðningsmönnum Breiðabliks von í brjóst um að ellefu ára bið þeirra eftir Íslandsmeistaratitilinum ljúki í haust. Síðasta tímabil hjá Breiðabliki Sæti: 4 Stig: 31 Vænt stig (xP): 36,6 Mörk: 37 Mörk á sig: 27 Vænt mörk (xG): 43,1 Vænt mörk á sig: 19,6 Með boltann: 60,9% Heppnaðar sendingar: 81,1% Skot: 15,7 Aðalleikaðferð: 3-5-1-1 (41%) Meðalaldur: 26,2 Markahæstur: Thomas Mikkelsen (13) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Breiðabliks.vísir/toggi Oliver Sigurjónsson (f. 1995): Tengir vörn og miðju í annars mjög sóknarþenkjandi liði Breiðabliks. Er hálfgert akkeri á miðjunni sem gefur hinum miðjumönnum liðsins frjálsræði fram á við. Oliver Fór ungur að árum út í atvinnumennsku, kom heim og svo aftur út. Hefur verið mikið meiddur og er því hjá uppeldisfélaginu eins og í dag. Spilar stöðu sem fylgir mikilli ábyrgð í leikkerfi Blika, eitthvað sem Oliver leystir með prýði á síðustu leiktíð. Gísli Eyjólfsson (f. 1994): Frábær sóknarþenkjandi miðjumaður sem nýtur góðs af því vera með Oliver á bakvið sig. Sparkviss með eindæmum. Spilar venjulega vinstra megin á miðjunni svo hann getur komið inn á völlinn og ógnað þannig marki andstæðinganna með sínum öfluga hægri fæti. Thomas Mikkelsen (f. 1990): Fjórða tímabil Danans í Kópavogi og hefur hann verið frábær síðan hann gekk til liðs við Breiðablik. Frábær í vítateignum og með einstaklega þefnæmur á marktækifærin. Hefur skorað 36 mörk í 47 leikjum í Pepsi Max-deildinni sem er einstök tölfræði. Einn allra besti framherji sem hefur rekið á fjörur íslensku deildarinnar. Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen.vísir/vilhelm/daníel Leikstíllinn Í þremur orðum: Áhættusækinn, skemmtilegur og sókndjarfur. Breiðablik er sér á báti þegar kemur að leikstílum. Það er í raun ekkert lið deildarinnar sem kemst nálægt því sem Blikar gerðu á síðustu leiktíð. Stóra spurningin er hvernig liðsuppstilling þeirra gæti breyst með tilkomu nýrra manna og brotthvarfs Brynjólfs Andersen Willumssonar. Það er ljóst að Blikar vilja spila boltanum út frá marki. Ef liðið er pressað hátt uppi þá getur Anton Ari Einarsson lyft boltanum upp völlinn en það er þá nær alltaf út á bakvörð frekar en upp miðju vallarins. Blikar vilja pressa mótherja sína ofarlega á vellinum og gera það mjög skipulega. Liðið er fljótt að hægja á mótherjanum þegar það tapar boltanum og virðist alltaf vera tilbúið í pressu. Þó liðið spili út frá marki og leggi mikið upp úr að halda boltanum þá er sóknarleikur liðsins mjög hraður. Liðið vill skipta boltanum hratt frá hægri til vinstri eða öfugt og koma þannig hreyfingu á varnarlínu andstæðinga sinna. Þeir keyra í kjölfarið inn á miðjuna og geta stungið boltanum í gegnum opna vörn mótherjans eða skotið á markið. Þegar liðið kemst í fyrirgjafarstöðu er það venjulega í hálfsvæðunum svo hægt sé að senda boltann í hættusvæðið fyrir framan markið, á fjær eða út í teig þar sem seinni skipin eru mætt. Þá leiddi hraður sóknarleikur liðsins í fyrra til þess að Blikar fengu fjöldan allan af vítaspyrnum. Það ásamt því að skora eftir auka- og hornspyrnur gerir liðið stórhættulegt í föstum leikatriðum. Markaðurinn vísir/toggi Þó að Brynjólfur Willumsson sé góður leikmaður þá skoraði hann bara eitt mark úr opnum leik í fyrra. Með komu öflugra leikmanna má því segja að leikmannahópur Breiðabliks sé enn sterkari en áður. Blikar tryggðu sér mörk með því að fá verðandi pabbann Árna Vilhjálmsson á ný til sín. Hann lék síðast með Blikum 2016 en hefur verið í úkraínsku úrvalsdeildinni síðustu tvö ár og skorað þar 12 mörk í 27 deildarleikjum. Það styrkir liðið einnig mikið að hafa fengið Davíð Örn frá Víkingi enda einn albesti bakvörður deildarinnar, og Finnur Orri lék best þegar hann var í grænu treyjunni og eykur breiddina á miðjunni. Blikar sóttu svo efnilegan leikmann í Mosfellsbæinn eftir góða reynslu af því með frammistöðu Róbers Orra í fyrra. Jason Daði var sóknarmaður og skoraði 8 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni fyrir Aftureldingu í fyrra en fær líklega annað hlutverk í Kópavoginum. Hvað vantar Breiðablik? Blikar virðast í afar góðum leikmannamálum. Anton Ari gerði þó fullmikið af mistökum í fyrra fyrir lið sem vill verða meistari. Nýr og betri markvörður myndi því gagnast Blikum best en við hvetjum Anton jafnframt til að hrekja þá fullyrðingu. Að lokum Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik.vísir/bára Er tími Breiðabliks loks kominn? Blikar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2010 en hafa sennilega ekki verið með jafn sterkan hóp síðan þá og nú. Breiðablik var besta liðið á undirbúningstímabilinu og virðist vera búið að taka skref fram á við frá því í fyrra. Og þótt Brynjólfur sé horfinn á braut er leikmannahópurinn sterkari en á síðasta tímabili. Blika vantar þó sömu sigurhefð og sigurreynslu, bæði í hópinn og þjálfarateymið, og hin liðin sem ætla að berjast á toppnum. En hæfileikarnir, herregud. Óskar Hrafn hefur úr mörgum afburðaleikmönnum að velja og á marga möguleika í liðsvali. Blikar þurfa fyrst og síðast að hætta að vera sjálfum sér verstir, nýta öll færin sem þeir búa til betur og hætta að gefa mörk. Þá eru þeim allir vegir færir. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2021: Valsmenn vel vopnum búnir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. apríl 2021 10:02 Pepsi Max-spáin 2021: Af litlum Loga verður oft mikið bál Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Gamlir en enn góðir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 27. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Belgísk áhrif á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 26. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Ætla að skína skærar en spár segja til um Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA annað kvöld. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 1. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og að liðið verði Íslandsmeistari í annað sinn í sögu félagsins. Miklar væntingar voru gerðar til Breiðabliks í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem hafði gert frábæra hluti með Gróttu. Og byrjunin lofaði góðu. Blikar unnu fyrstu þrjá leiki sína en fengu svo aðeins tvö stig út úr næstu fimm leikjum. Niðurstaðan varð 4. sæti, tveimur sætum neðar en tímabilin 2018 og 2019. Blikar spiluðu skemmtilegan fótbolta í fyrra en hann reyndist ekki alveg nógu árangursríkur. Varnarmenn og markvörður Breiðabliks voru full gjafmildir og liðið fékk á sig mörg ódýr mörk. Á öðru tímabili ættu Blikar að vera búnir að ná enn betri tökum á leikstíl Óskars Hrafns. Gengið og spilamennskan í vetur ætti líka að blása stuðningsmönnum Breiðabliks von í brjóst um að ellefu ára bið þeirra eftir Íslandsmeistaratitilinum ljúki í haust. Síðasta tímabil hjá Breiðabliki Sæti: 4 Stig: 31 Vænt stig (xP): 36,6 Mörk: 37 Mörk á sig: 27 Vænt mörk (xG): 43,1 Vænt mörk á sig: 19,6 Með boltann: 60,9% Heppnaðar sendingar: 81,1% Skot: 15,7 Aðalleikaðferð: 3-5-1-1 (41%) Meðalaldur: 26,2 Markahæstur: Thomas Mikkelsen (13) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Breiðabliks.vísir/toggi Oliver Sigurjónsson (f. 1995): Tengir vörn og miðju í annars mjög sóknarþenkjandi liði Breiðabliks. Er hálfgert akkeri á miðjunni sem gefur hinum miðjumönnum liðsins frjálsræði fram á við. Oliver Fór ungur að árum út í atvinnumennsku, kom heim og svo aftur út. Hefur verið mikið meiddur og er því hjá uppeldisfélaginu eins og í dag. Spilar stöðu sem fylgir mikilli ábyrgð í leikkerfi Blika, eitthvað sem Oliver leystir með prýði á síðustu leiktíð. Gísli Eyjólfsson (f. 1994): Frábær sóknarþenkjandi miðjumaður sem nýtur góðs af því vera með Oliver á bakvið sig. Sparkviss með eindæmum. Spilar venjulega vinstra megin á miðjunni svo hann getur komið inn á völlinn og ógnað þannig marki andstæðinganna með sínum öfluga hægri fæti. Thomas Mikkelsen (f. 1990): Fjórða tímabil Danans í Kópavogi og hefur hann verið frábær síðan hann gekk til liðs við Breiðablik. Frábær í vítateignum og með einstaklega þefnæmur á marktækifærin. Hefur skorað 36 mörk í 47 leikjum í Pepsi Max-deildinni sem er einstök tölfræði. Einn allra besti framherji sem hefur rekið á fjörur íslensku deildarinnar. Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen.vísir/vilhelm/daníel Leikstíllinn Í þremur orðum: Áhættusækinn, skemmtilegur og sókndjarfur. Breiðablik er sér á báti þegar kemur að leikstílum. Það er í raun ekkert lið deildarinnar sem kemst nálægt því sem Blikar gerðu á síðustu leiktíð. Stóra spurningin er hvernig liðsuppstilling þeirra gæti breyst með tilkomu nýrra manna og brotthvarfs Brynjólfs Andersen Willumssonar. Það er ljóst að Blikar vilja spila boltanum út frá marki. Ef liðið er pressað hátt uppi þá getur Anton Ari Einarsson lyft boltanum upp völlinn en það er þá nær alltaf út á bakvörð frekar en upp miðju vallarins. Blikar vilja pressa mótherja sína ofarlega á vellinum og gera það mjög skipulega. Liðið er fljótt að hægja á mótherjanum þegar það tapar boltanum og virðist alltaf vera tilbúið í pressu. Þó liðið spili út frá marki og leggi mikið upp úr að halda boltanum þá er sóknarleikur liðsins mjög hraður. Liðið vill skipta boltanum hratt frá hægri til vinstri eða öfugt og koma þannig hreyfingu á varnarlínu andstæðinga sinna. Þeir keyra í kjölfarið inn á miðjuna og geta stungið boltanum í gegnum opna vörn mótherjans eða skotið á markið. Þegar liðið kemst í fyrirgjafarstöðu er það venjulega í hálfsvæðunum svo hægt sé að senda boltann í hættusvæðið fyrir framan markið, á fjær eða út í teig þar sem seinni skipin eru mætt. Þá leiddi hraður sóknarleikur liðsins í fyrra til þess að Blikar fengu fjöldan allan af vítaspyrnum. Það ásamt því að skora eftir auka- og hornspyrnur gerir liðið stórhættulegt í föstum leikatriðum. Markaðurinn vísir/toggi Þó að Brynjólfur Willumsson sé góður leikmaður þá skoraði hann bara eitt mark úr opnum leik í fyrra. Með komu öflugra leikmanna má því segja að leikmannahópur Breiðabliks sé enn sterkari en áður. Blikar tryggðu sér mörk með því að fá verðandi pabbann Árna Vilhjálmsson á ný til sín. Hann lék síðast með Blikum 2016 en hefur verið í úkraínsku úrvalsdeildinni síðustu tvö ár og skorað þar 12 mörk í 27 deildarleikjum. Það styrkir liðið einnig mikið að hafa fengið Davíð Örn frá Víkingi enda einn albesti bakvörður deildarinnar, og Finnur Orri lék best þegar hann var í grænu treyjunni og eykur breiddina á miðjunni. Blikar sóttu svo efnilegan leikmann í Mosfellsbæinn eftir góða reynslu af því með frammistöðu Róbers Orra í fyrra. Jason Daði var sóknarmaður og skoraði 8 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni fyrir Aftureldingu í fyrra en fær líklega annað hlutverk í Kópavoginum. Hvað vantar Breiðablik? Blikar virðast í afar góðum leikmannamálum. Anton Ari gerði þó fullmikið af mistökum í fyrra fyrir lið sem vill verða meistari. Nýr og betri markvörður myndi því gagnast Blikum best en við hvetjum Anton jafnframt til að hrekja þá fullyrðingu. Að lokum Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik.vísir/bára Er tími Breiðabliks loks kominn? Blikar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2010 en hafa sennilega ekki verið með jafn sterkan hóp síðan þá og nú. Breiðablik var besta liðið á undirbúningstímabilinu og virðist vera búið að taka skref fram á við frá því í fyrra. Og þótt Brynjólfur sé horfinn á braut er leikmannahópurinn sterkari en á síðasta tímabili. Blika vantar þó sömu sigurhefð og sigurreynslu, bæði í hópinn og þjálfarateymið, og hin liðin sem ætla að berjast á toppnum. En hæfileikarnir, herregud. Óskar Hrafn hefur úr mörgum afburðaleikmönnum að velja og á marga möguleika í liðsvali. Blikar þurfa fyrst og síðast að hætta að vera sjálfum sér verstir, nýta öll færin sem þeir búa til betur og hætta að gefa mörk. Þá eru þeim allir vegir færir.
Sæti: 4 Stig: 31 Vænt stig (xP): 36,6 Mörk: 37 Mörk á sig: 27 Vænt mörk (xG): 43,1 Vænt mörk á sig: 19,6 Með boltann: 60,9% Heppnaðar sendingar: 81,1% Skot: 15,7 Aðalleikaðferð: 3-5-1-1 (41%) Meðalaldur: 26,2 Markahæstur: Thomas Mikkelsen (13)
Pepsi Max-spáin 2021: Valsmenn vel vopnum búnir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. apríl 2021 10:02
Pepsi Max-spáin 2021: Af litlum Loga verður oft mikið bál Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Gamlir en enn góðir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 27. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Belgísk áhrif á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 26. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Ætla að skína skærar en spár segja til um Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 25. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Jarðtengdari Víkingar ætla að skola óbragðið úr munninum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04