Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 12:30 Þungamiðjan í íbúafjölda Bandaríkjanna hefur færst mikið til á undanförnum áratugum. AP/Matt Rourke Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira