Upphitun: Úrslitaleikur í skugga skandals Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 08:00 Stórleikur Manchester City og Tottenham í úrslitum deildabikarsins fer fram í dag. Getty Images/Shaun Botterill Manchester City og Tottenham Hotspur eigast við í úrslitaleik enska deildabikarsins klukkan 15:30 í dag. Þessi áhugaverða viðureign verður í beinni á Stöð 2 Sport 2, en það hefur töluvert gengið á hjá báðum félögum í vikunni. Vikan sem var að líða hefði auðveldlega getað verið á meðal þeirra betri á tíma Daniels Levy í stöðu stjórnarformanns Tottenham. Byrjað á stórkostlegri nýrri ofurdeild, sem myndi græja skuldir félagsins vegna nýs leikvangs á einu bretti, sigrar á Everton og Southampton myndu skila liðinu í Meistaradeildarsæti og svo að enda hana á fyrsta titli félagsins frá 2008 með sigri á Manchester City á Wembley - meira að segja með fólk í stúkunni. Hún hefur þó ekki alveg þróast með þeim hætti. Leikurinn við Everton vannst ekki, sem varð til þess að José Mourinho, lang stærsta og dýrasta þjálfararáðningin í stjórnartíð Levys, var látinn taka poka sinn á mánudagsmorgun, og því fylgdi að greiða upp tugmilljóna punda samning þess portúgalska. Ofurdeildin floppaði harkalega með þeim afleiðingum að Tottenham þurftu, líkt og hin ensku stórliðin, að segja sig frá verkefninu, og þá kusu 90% aðila að stuðningsmannafélagi liðsins með því að segja skildi upp allri stjórn klúbbsins. Í stað Mourinhos var ráðinn Ryan Mason, 29 ára fyrrum leikmaður félagsins, sem þó náði að krækja í þrjú stig gegn Southampton í miðri viku. Þar var Tottenham án fyrirliða síns, Harry Kane, sem er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður þeirra á leiktíðinni. Kane keppir við tímann um að ná leik dagsins. Lágværari gagnrýnisraddir Vikan hjá Manchester City hefur verið skárri en þó ekki góð. Þeir tóku einnig þátt í ofurdeildarfíaskóinu en voru hvað fyrstir að fjarlægja sig frá verkefninu. Enda eru hnekkir á almenningsáliti eitthvað sem eigendur félagsins frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum kæra sig lítið um. Ekki hefur borið mikið á samskonar gagnrýni á eigendurna í bláum hluta Manchester-borgar líkt og hjá Tottenham og hinum ensku ofurliðunum. Þeir hafa enda lagt óheyrilega fjármuni í félagið; leikmannakaup, innviði þess, nýtt æfingasvæði og fleira, auk þess að hafa lagt mikið til uppbyggingar í Manchester-borg. Góður árangur félagsins undanfarin ár skemmir þá líklega lítið fyrir. City varð þó fyrir áfalli síðustu helgi þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á Wembley. Draumar um fjóra titla á sömu leiktíðinni voru þar með úr sögunni en til að bæta gráu ofan á svart varð lykilmaðurinn Kevin de Bruyne fyrir ökklameiðslum. Það virðist þó hafa farið betur en á horfðist þar sem hann æfði á föstudag og er líklegur til að spila í dag. Endar biðin langa eða skilar sigurhefðin? Manchester City mætir nú á Wembley í annað skiptið á einni viku og eru eflaust ákveðnir í að gera betur en síðustu helgi. Liðið hefur verið í áskrift að deildabikartitlum undanfarin ár og getur unnið sinn fjórða deildabikartitil í röð í dag, og jafnframt þann sjötta á átta árum. Af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni hefur aðeins einn tapast, gegn Manchester United í undanúrslitum í fyrra. Verkefnið er því ærið fyrir hinn unga Ryan Mason, sem á einn leik sem aðalþjálfari á ferilskránni. Hann getur stýrt liðinu til síns fyrsta titils frá árinu 2008, þegar Spurs unnu einmitt deildabikarinn eftir 2-1 sigur á Chelsea í úrslitum. Ryan Mason var þá 17 ára að spila með unglingaliði félagsins. Það sama ár var Josep Guardiola, stjóri City, að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari Barcelona. Hann vann þar þrennuna á fyrstu leiktíð, 2008-09, og hefur síðan bætt sjö deildartitlum, fjórum bikartitlum og einni Meistaradeild til viðbótar í safnið, að undanskildum áðurnefndum þremur deildabikartitlum í röð. Skiptir keppnin allt í einu máli? Í október á síðasta ári stóðu Tottenham og Manchester City, ásamt hinum ensku ofurdeildarliðunum, að tillögunni Project Big Picture. Um var að ræða svipaða einræðistilburði og þá í vikunni, en þó ekki á alþjóðlegan skala. Hluti af þeirri tillögu var að leggja deildabikarinn niður eins og hann leggur sig, og ekki hefði þátttaka í ofurdeild gefið mikið frekara andrými til að taka þátt í keppninni. Það er því kaldhæðnislegt, eftir tvær tilraunir á innan við ári til að leggja keppnina af, að sigur í dag myndi eflaust gera mikið til að friða ósátta stuðningsmenn. Mun Manchester City mæta með klippikortið fyrir titlinum enn eitt árið eða viðheldur Mason 100% sigurhlutfalli sínu sem þjálfari? Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham Hotspur hefst klukkan 15:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Vikan sem var að líða hefði auðveldlega getað verið á meðal þeirra betri á tíma Daniels Levy í stöðu stjórnarformanns Tottenham. Byrjað á stórkostlegri nýrri ofurdeild, sem myndi græja skuldir félagsins vegna nýs leikvangs á einu bretti, sigrar á Everton og Southampton myndu skila liðinu í Meistaradeildarsæti og svo að enda hana á fyrsta titli félagsins frá 2008 með sigri á Manchester City á Wembley - meira að segja með fólk í stúkunni. Hún hefur þó ekki alveg þróast með þeim hætti. Leikurinn við Everton vannst ekki, sem varð til þess að José Mourinho, lang stærsta og dýrasta þjálfararáðningin í stjórnartíð Levys, var látinn taka poka sinn á mánudagsmorgun, og því fylgdi að greiða upp tugmilljóna punda samning þess portúgalska. Ofurdeildin floppaði harkalega með þeim afleiðingum að Tottenham þurftu, líkt og hin ensku stórliðin, að segja sig frá verkefninu, og þá kusu 90% aðila að stuðningsmannafélagi liðsins með því að segja skildi upp allri stjórn klúbbsins. Í stað Mourinhos var ráðinn Ryan Mason, 29 ára fyrrum leikmaður félagsins, sem þó náði að krækja í þrjú stig gegn Southampton í miðri viku. Þar var Tottenham án fyrirliða síns, Harry Kane, sem er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður þeirra á leiktíðinni. Kane keppir við tímann um að ná leik dagsins. Lágværari gagnrýnisraddir Vikan hjá Manchester City hefur verið skárri en þó ekki góð. Þeir tóku einnig þátt í ofurdeildarfíaskóinu en voru hvað fyrstir að fjarlægja sig frá verkefninu. Enda eru hnekkir á almenningsáliti eitthvað sem eigendur félagsins frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum kæra sig lítið um. Ekki hefur borið mikið á samskonar gagnrýni á eigendurna í bláum hluta Manchester-borgar líkt og hjá Tottenham og hinum ensku ofurliðunum. Þeir hafa enda lagt óheyrilega fjármuni í félagið; leikmannakaup, innviði þess, nýtt æfingasvæði og fleira, auk þess að hafa lagt mikið til uppbyggingar í Manchester-borg. Góður árangur félagsins undanfarin ár skemmir þá líklega lítið fyrir. City varð þó fyrir áfalli síðustu helgi þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á Wembley. Draumar um fjóra titla á sömu leiktíðinni voru þar með úr sögunni en til að bæta gráu ofan á svart varð lykilmaðurinn Kevin de Bruyne fyrir ökklameiðslum. Það virðist þó hafa farið betur en á horfðist þar sem hann æfði á föstudag og er líklegur til að spila í dag. Endar biðin langa eða skilar sigurhefðin? Manchester City mætir nú á Wembley í annað skiptið á einni viku og eru eflaust ákveðnir í að gera betur en síðustu helgi. Liðið hefur verið í áskrift að deildabikartitlum undanfarin ár og getur unnið sinn fjórða deildabikartitil í röð í dag, og jafnframt þann sjötta á átta árum. Af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni hefur aðeins einn tapast, gegn Manchester United í undanúrslitum í fyrra. Verkefnið er því ærið fyrir hinn unga Ryan Mason, sem á einn leik sem aðalþjálfari á ferilskránni. Hann getur stýrt liðinu til síns fyrsta titils frá árinu 2008, þegar Spurs unnu einmitt deildabikarinn eftir 2-1 sigur á Chelsea í úrslitum. Ryan Mason var þá 17 ára að spila með unglingaliði félagsins. Það sama ár var Josep Guardiola, stjóri City, að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari Barcelona. Hann vann þar þrennuna á fyrstu leiktíð, 2008-09, og hefur síðan bætt sjö deildartitlum, fjórum bikartitlum og einni Meistaradeild til viðbótar í safnið, að undanskildum áðurnefndum þremur deildabikartitlum í röð. Skiptir keppnin allt í einu máli? Í október á síðasta ári stóðu Tottenham og Manchester City, ásamt hinum ensku ofurdeildarliðunum, að tillögunni Project Big Picture. Um var að ræða svipaða einræðistilburði og þá í vikunni, en þó ekki á alþjóðlegan skala. Hluti af þeirri tillögu var að leggja deildabikarinn niður eins og hann leggur sig, og ekki hefði þátttaka í ofurdeild gefið mikið frekara andrými til að taka þátt í keppninni. Það er því kaldhæðnislegt, eftir tvær tilraunir á innan við ári til að leggja keppnina af, að sigur í dag myndi eflaust gera mikið til að friða ósátta stuðningsmenn. Mun Manchester City mæta með klippikortið fyrir titlinum enn eitt árið eða viðheldur Mason 100% sigurhlutfalli sínu sem þjálfari? Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham Hotspur hefst klukkan 15:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira