UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2021 14:25 Nýtt fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildinni tekur gildi haustið 2024. UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. UEFA hafði fyrir þónokkru síðan staðfest að tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu yrði tilkynnt í dag, 19. apríl. Það kom því ekki á óvart þegar stofnendur nýrrar „ofurdeildar“ Evrópu birtu áætlanir sínar síðla kvölds í gær. Upphaflega stóð til að tilkynna breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar þann 31. mars síðastliðinn en nokkur lið innan ECA - samband knattspyrnufélaga í Evrópu - vildu lengri tíma til að ræða auglýsingamál keppninnar og hvernig fjármunum yrði dreift. Það virtist vera komin niðurstaða í málið fyrir helgi og planið var að tilkynna breytingarnar í dag. Það fór heldur betur á hliðina í gær er tólf af stærri liðum Evrópu ákváðu að gefa út að þau væru að stofna sína eigin deild og myndu ekki taka þátt í Meistaradeildinni í kjölfarið. Nú hefur UEFA birt nýtt fyrirkomulag en það einnig yfir Evrópudeildina og svo þriðju Evrópukeppnina sem verður sett á laggirnar bráðlega, Sambandsdeild Evrópu [UEFA Europa Conference League]. „Svissneska kerfið“ Nýtt fyrirkomulag á rætur að rekja til Zurich í Sviss. Það er þó ekkert tengd fótbolta heldur skák og var kerfið notað á skákmótum þar í landi fyrir meira en öld síðan. Kerfið hefur í raun aldrei verið reynt þegar kemur að afreksíþróttum. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Úr 32 í 36. Ein deild [Einn riðill]. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra hluta: Hvert lið spilar tíu leiki en mætir liðum úr öllum fjórum hlutum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti færu svo í umspil um hvaða lið myndu einnig komast í 16-liða úrslit. Þau lið sem ekki kæmust úr umspilinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. The #UEFAExCo has approved a new format for club competitions as of the 2024/25 season. The reforms come after an extensive consultation across the football family. The changes made are designed to secure the positive future of European football at every level.#UCL #UEL— UEFA (@UEFA) April 19, 2021 Ekkert mun breytast er varðar þátttökuskilyrði í Meistara- eða Evrópudeildina. Liðin vinna sér inn þátttökurétt með góðu gengi heima fyrir. Um er að ræða breytingar á Meistaradeild karla í knattspyrnu en kvennamegin breytist fyrirkomulagið á næstu leiktíð. Þá verður það líkt því sem þekkist karlamegin í dag. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
UEFA hafði fyrir þónokkru síðan staðfest að tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu yrði tilkynnt í dag, 19. apríl. Það kom því ekki á óvart þegar stofnendur nýrrar „ofurdeildar“ Evrópu birtu áætlanir sínar síðla kvölds í gær. Upphaflega stóð til að tilkynna breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar þann 31. mars síðastliðinn en nokkur lið innan ECA - samband knattspyrnufélaga í Evrópu - vildu lengri tíma til að ræða auglýsingamál keppninnar og hvernig fjármunum yrði dreift. Það virtist vera komin niðurstaða í málið fyrir helgi og planið var að tilkynna breytingarnar í dag. Það fór heldur betur á hliðina í gær er tólf af stærri liðum Evrópu ákváðu að gefa út að þau væru að stofna sína eigin deild og myndu ekki taka þátt í Meistaradeildinni í kjölfarið. Nú hefur UEFA birt nýtt fyrirkomulag en það einnig yfir Evrópudeildina og svo þriðju Evrópukeppnina sem verður sett á laggirnar bráðlega, Sambandsdeild Evrópu [UEFA Europa Conference League]. „Svissneska kerfið“ Nýtt fyrirkomulag á rætur að rekja til Zurich í Sviss. Það er þó ekkert tengd fótbolta heldur skák og var kerfið notað á skákmótum þar í landi fyrir meira en öld síðan. Kerfið hefur í raun aldrei verið reynt þegar kemur að afreksíþróttum. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Úr 32 í 36. Ein deild [Einn riðill]. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra hluta: Hvert lið spilar tíu leiki en mætir liðum úr öllum fjórum hlutum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti færu svo í umspil um hvaða lið myndu einnig komast í 16-liða úrslit. Þau lið sem ekki kæmust úr umspilinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. The #UEFAExCo has approved a new format for club competitions as of the 2024/25 season. The reforms come after an extensive consultation across the football family. The changes made are designed to secure the positive future of European football at every level.#UCL #UEL— UEFA (@UEFA) April 19, 2021 Ekkert mun breytast er varðar þátttökuskilyrði í Meistara- eða Evrópudeildina. Liðin vinna sér inn þátttökurétt með góðu gengi heima fyrir. Um er að ræða breytingar á Meistaradeild karla í knattspyrnu en kvennamegin breytist fyrirkomulagið á næstu leiktíð. Þá verður það líkt því sem þekkist karlamegin í dag.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira