Að loka landi Andrea Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2021 08:31 Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri. Sökudólgur fundinn Eftir rúmt ár af COVID fer þolinmæðin þverrandi. Einhvern tíma var hin lúmska veira óvinurinn, sem við, verandi öll Almannavarnir, þurfum að kljást við saman. Þrátt fyrir formlega útnefningu hefur hún ekki dugað sem sökudólgur og sökudólgaleitin því haldið áfram. Nýlega náðist farsæl lending í þeim efnum. Sökudólgurinn er útlönd og allir sem þaðan koma. Frasinn um að „loka landinu“ hefur fengið byr undir báða vængi, enda á hið lokaða land að tryggja okkur veiruleysi, heilsu og hamingju. Að veiruleysinu verður vikið síðar, en það sem mestu máli skiptir er hvað felst í frasanum. Hvernig lokar maður landi? Á að banna hingað flug- og skipasamgöngur eða leggja blátt bann við öllum komum á klakann? Það vill nefnilega gleymast að skilyrði fyrir inngöngu í landið eru þegar mjög ströng. Það þarf að framvísa neikvæðu vottorði, gangast undir skimun, sóttkví og loks aðra skimun til að valsa frjáls um íslenskt samfélag. Af samanburði við Nýja-Sjáland Í umræðu um lokun landamæra er gjarnan vísað til Nýja-Sjálands. Nýja-Sjáland er auðvitað ekki lokað land þó þar séu ferðatakmarkanir. Þar er ekki þreföld skimun líkt og hér og upp koma smit og gripið er til sóttvarnaaðgerða þar, líkt og annars staðar. Ferðaþjónusta á Nýja-Sjálandi er auk þess eðlisólík þeirri íslensku. Þar í landi byggist 60% af ferðaþjónustu á innlendum ferðamönnum, samanborið við eins stafs prósentu hérlendis. Atvinnuleysishlutfallið á Íslandi er aftur á móti tveggja stafa tala, enda hefur okkar stærsta útflutningsgrein verið lömuð í yfir ár. Frasinn um eðlilegt líf í lokuðu landi er hjákátlegur þegar þúsundir eru án atvinnu. Stóru málin Veirulausa útópíulandið er vandfundið og þess vegna hefur línan hingað til verið sú að við þurfum að lifa með veirunni, það er að segja, þangað til fyrir helgi. Þá ýjaði sóttvarnalæknir að því að Íslendingar myndu ekki endurheimta borgaraleg réttindi sín fyrr en veiruleysi væri náð. Fáir spurðu hvernig stæði á þessu og fjölmiðlar hafa flestir verið uppteknir við annað. Eins og að spyrja hvort starfsfólki Rauða krossins þyki ekki slæmt að færri verði nú vistaðir í farsóttarturninum. Hvað embættismanni úr læknastétt og forstjóra líftæknifyrirtækis finnist um að maður hafi farið til Spánar. Að rappari vilji loka landinu. Einblínt á stóru málin. Hér verður ekki gert lítið úr veirunni og afleiðingum hennar. Einhver kynni þó að vilja staldra við og spyrja sig: Hvert er planið, nú þegar við erum farin að bólusetja lægri aldurshópa en þá sem verst fara út úr sóttinni? Hver eru viðmiðin til að endurheimta eðlilegt líf og hvað þarf til að þeim verði náð? Hvers vegna eru smittölur enn það eina sem skiptir máli, að því er virðist, þegar enginn liggur á sjúkrahúsi vegna COVID og þeir hópar sem líklegastir eru til þess að rata þangað hafa verið bólusettir? Hvenær fær atvinnuleysi, tekjutap, andleg heilsa og annað afleitt heilsutjón viðeigandi vægi við ákvarðanatöku? Hvenær verður horft til þeirra áhrifa sem dagleg aukning á halla ríkissjóðs hefur á heilbrigðis- og velferðarkerfi og aðra innviðafjárfestingu til langrar framtíðar? Gleymum því ekki að hér eru ekki síður líf og heilsa fjölmargra í húfi - og áhrifin langvarandi. Það dugir ekki að einblína á einn lið lýðheilsujöfnunnar. Þegar aðrir liðir eru teknir inn í jöfnuna þá blasir við hvar almannahagsmunir liggja. Við þurfum að loka kaflanum, ekki landinu. Höfundur er viðskiptablaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri. Sökudólgur fundinn Eftir rúmt ár af COVID fer þolinmæðin þverrandi. Einhvern tíma var hin lúmska veira óvinurinn, sem við, verandi öll Almannavarnir, þurfum að kljást við saman. Þrátt fyrir formlega útnefningu hefur hún ekki dugað sem sökudólgur og sökudólgaleitin því haldið áfram. Nýlega náðist farsæl lending í þeim efnum. Sökudólgurinn er útlönd og allir sem þaðan koma. Frasinn um að „loka landinu“ hefur fengið byr undir báða vængi, enda á hið lokaða land að tryggja okkur veiruleysi, heilsu og hamingju. Að veiruleysinu verður vikið síðar, en það sem mestu máli skiptir er hvað felst í frasanum. Hvernig lokar maður landi? Á að banna hingað flug- og skipasamgöngur eða leggja blátt bann við öllum komum á klakann? Það vill nefnilega gleymast að skilyrði fyrir inngöngu í landið eru þegar mjög ströng. Það þarf að framvísa neikvæðu vottorði, gangast undir skimun, sóttkví og loks aðra skimun til að valsa frjáls um íslenskt samfélag. Af samanburði við Nýja-Sjáland Í umræðu um lokun landamæra er gjarnan vísað til Nýja-Sjálands. Nýja-Sjáland er auðvitað ekki lokað land þó þar séu ferðatakmarkanir. Þar er ekki þreföld skimun líkt og hér og upp koma smit og gripið er til sóttvarnaaðgerða þar, líkt og annars staðar. Ferðaþjónusta á Nýja-Sjálandi er auk þess eðlisólík þeirri íslensku. Þar í landi byggist 60% af ferðaþjónustu á innlendum ferðamönnum, samanborið við eins stafs prósentu hérlendis. Atvinnuleysishlutfallið á Íslandi er aftur á móti tveggja stafa tala, enda hefur okkar stærsta útflutningsgrein verið lömuð í yfir ár. Frasinn um eðlilegt líf í lokuðu landi er hjákátlegur þegar þúsundir eru án atvinnu. Stóru málin Veirulausa útópíulandið er vandfundið og þess vegna hefur línan hingað til verið sú að við þurfum að lifa með veirunni, það er að segja, þangað til fyrir helgi. Þá ýjaði sóttvarnalæknir að því að Íslendingar myndu ekki endurheimta borgaraleg réttindi sín fyrr en veiruleysi væri náð. Fáir spurðu hvernig stæði á þessu og fjölmiðlar hafa flestir verið uppteknir við annað. Eins og að spyrja hvort starfsfólki Rauða krossins þyki ekki slæmt að færri verði nú vistaðir í farsóttarturninum. Hvað embættismanni úr læknastétt og forstjóra líftæknifyrirtækis finnist um að maður hafi farið til Spánar. Að rappari vilji loka landinu. Einblínt á stóru málin. Hér verður ekki gert lítið úr veirunni og afleiðingum hennar. Einhver kynni þó að vilja staldra við og spyrja sig: Hvert er planið, nú þegar við erum farin að bólusetja lægri aldurshópa en þá sem verst fara út úr sóttinni? Hver eru viðmiðin til að endurheimta eðlilegt líf og hvað þarf til að þeim verði náð? Hvers vegna eru smittölur enn það eina sem skiptir máli, að því er virðist, þegar enginn liggur á sjúkrahúsi vegna COVID og þeir hópar sem líklegastir eru til þess að rata þangað hafa verið bólusettir? Hvenær fær atvinnuleysi, tekjutap, andleg heilsa og annað afleitt heilsutjón viðeigandi vægi við ákvarðanatöku? Hvenær verður horft til þeirra áhrifa sem dagleg aukning á halla ríkissjóðs hefur á heilbrigðis- og velferðarkerfi og aðra innviðafjárfestingu til langrar framtíðar? Gleymum því ekki að hér eru ekki síður líf og heilsa fjölmargra í húfi - og áhrifin langvarandi. Það dugir ekki að einblína á einn lið lýðheilsujöfnunnar. Þegar aðrir liðir eru teknir inn í jöfnuna þá blasir við hvar almannahagsmunir liggja. Við þurfum að loka kaflanum, ekki landinu. Höfundur er viðskiptablaðamaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun