Auðævi Kim Kardashian nú metin á milljarð dala Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 08:17 Kim Kardashian á verðlaunahátíð árið 2019. EPA Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar. Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Bandaríkin Hollywood Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kardashian hefur auðgast mikið þökk sé sölu á snyrtuvörum og fatnaði, auk þess að hafa tekjur af sjónvarpsþáttum, styrktarsamningum og fjárfestingum. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skipar efsta sæti listans, en auðævi hans eru metin á 177 milljarða Bandaríkjadala. BBC segir frá því að auk Kardashian hafi Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble-stefnumótaforritsins, bæst á listann, sem og kvikmyndagerðarmaðurinn Tyler Perry og Miriam Adelson, ekkja spilavítaeigandans Sheldon Adelson sem lést í byrjun árs. Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala Kanye West, fyrrverandi eiginmaður Kim Kardashian West, var þegar á milljarðamæringalista Forbes, en auðævi hans eru metin á 1,8 milljarða. Kardashian sótti um skilnað í febrúar síðastliðinn. Kylie Jenner, yngri hálfsystir Kims, missti sæti sitt á listanum í maí síðastliðinn. Forbes segir að Kardashian hafi auðgast mikið síðustu mánuði, sér í lagi vegna hluta hennar í snýrtivörumerkinu KKW Beauty og fatamerkinu Skims. Hafi auðævi hennar farið úr 780 milljónum Bandaríkjadala í október í milljarð dala nú. Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig að finna á lista Forbes, en hann skipar 1.444. sæti listans og eru auðævi hans metin á 2,2 milljarða dala. Hann skipaði 1.063. sæti listans á síðasta ári. Í 2.674. sæti listans er svo að finna Davíð Helgason, sem fæddist á Íslandi en er skráður sem Dani. Hann stofnaði hugbúnðarfyrirtækið Unity Software í Kaupmannahöfn árið 2004 og er auður hans nú metinn á einn milljarð dala. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes)
Ríkasta fólk í heimi, Forbes 2021 1. Jeff Bezos, Amazon, Bandaríkin, 177 milljarðar dala 2. Elon Musk, Tesla, SpaceX, Bandaríkin, 151 milljarður dala 3. Bernard Arnault og fjölskylda, LVMH, Frakkland, 150 milljarðar dala 4. Bill Gates, Microsoft, Bandaríkin, 124 milljarðardala 5. Mark Zuckerberg, Facebook, Bandaríkin, 97 milljarðar dala 6. Warren Buffett, Berkshite Hathaway, Bandaríkin, 96 milljarðar dala 7. Larry Ellison, Oracle, Bandaríkin, 93 milljarðar dala 8. Larry Page, Google, Bandaríkin, 91,5 milljarðar dala 9. Sergey Brin, Google, Bandaríkin, 89 milljarðar dala 10. Mukesh Ambani, Indland, 84,5 milljarðar dala
Bandaríkin Hollywood Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira