Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:58 Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. EPA/Jason Szenes Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56
Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44
Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54