Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 10:58 Viðar Örn Kjartansson var ekki valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina í undankeppni HM. vísir/vilhelm Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014. HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014.
HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13