Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 09:08 Starfsmaður WHO í vettvangsferðinni til Kína til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í febrúar. AP/Ng Han Guan Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar hefur enn ekki verið birt en AP-fréttastofan segist hafa því sem næst lokadrög af henni í hendur frá embættismanni hjá WHO. Ekkert óvænt sé þar að finna og mörgum spurningum sé ósvarað. Tafir hafa verið á birtingu skýrslunnar sem hafa vakið upp spurningar um hvort að Kínverjar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðurnar til að forðast ábyrgð á faraldrinum. AP segir að skýrslan verði þó birt á næstu dögum. Farið var yfir fjórar mögulegar sviðsmyndir um hvernig SARS-CoV-2 veiran sem veldur Covid-19 komst á flug í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Langlíklegast töldu rannsakendurnir að veiran hefði borist í menn úr dýrum. Líklegt væri að veiran hefði borist beint í menn úr leðurblökum. Mögulega gæti veiran hafa smitast með matvælum en það sé þó ekki sennilegt. Kórónuveirur eru þekktar í leðurblökum. Rannsakendurnir töldu þó að líklega væri einhvers staðar „týndur hlekkur“ í hvernig veiran barst í menn. Verulegur erfðafræðilegur munur er á nýju afbrigði kórónuveirunnar og veiruafbrigða í leðurblökum. Á meðal þeirra mögulegu dýrategunda sem gætu hafa haft milligöngu um að veiran barst í menn eru hreisturdýr, minkar eða kettir samkvæmt skýrsluhöfundum. Ekki ljóst hvort að faraldurinn hófst á fiskmarkaði í Wuhan Alþjóðlegur hópur sérfræðingar WHO ferðaðist til Wuhan í Kína, þar sem veiran kom fyrst fram, til að rannsaka upptök faraldursins í byrjun þessa árs. Í drögunum sem AP hefur undir höndum taka þeir ekki af tvímæli um hvort að faraldurinn hafi átt upptök sín á fiskmarkaði í Wuhan sem mörg smit voru rakin til í desember árið 2019. Önnur tilfelli utan markaðarins höfðu greinst áður sem er talið geta bent til þess að upptökin hafi verið annars staðar. Kínverjar halda því fram að þeir hafi greint veiruna í umbúðum utan um frosin matvæli sem voru flutt inn í landið eftir að faraldurinn dreifðist um jörðina. Skýrsluhöfundarnir leggja til að helstu tilgátur um upptök faraldursins verði rannsakaðar nánar fyrir utan tilgátuna um að veiran hafi átt uppruna sinn á tilraunastofu í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira