„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 13:03 Frosti vildi fá svör við því hvort erfiðleikar sem heilbrigðisráðherra hefur mátt stríða við í sínu persónulega lífi væru slíkir að það hefði áhrif á getu hennar til að gegna hinu viðfangsmikla verkefni sem að stöðu hennar snýr. Þetta þótti Katrínu afar furðuleg spurning, stoppaði Frosta af og las honum pistilinn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira