„Víða herjað á störf blaðamanna“: Heimir Már býður sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 19:18 „Við þurfum líka að verja sjálfan tilverugrundvöll frjálsrar fjölmiðlunar sem ég man ekki eftir að þrengt hafi verið eins mikið að og á undanförnum árum í þá áratugi sem ég hef komið að starfi fjölmiðla,“ segir Heimir. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á ritstjórn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir almenna stöðu fjölmiðlunnar og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna ástæðu framboðsins. Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“ Fjölmiðlar Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“
Fjölmiðlar Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira