Réttlát umskipti í loftslagsmálum Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifa 18. mars 2021 12:01 Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun