Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 11:11 Valur leikur í búningum merktum Píeta samtökunum. Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira