Er Davíð Snorri að ljúga eða veit hann ekki betur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 09:01 Davíð Snorri Jónsson er að fara að stýra 21 árs landsliðinu í fyrsta sinn á EM en hann hefur samt lengi starfað fyrir KSÍ. Getty/Alex Grimm UEFA var ekki að leka neinum upplýsingum um íslenska EM-hópinn að mati Guðmundar Benediktssonar sem vill þó ekki trúa því að þjálfari 21 árs landsliðsins hafi verið að ljúga að íslenskum fjölmiðlamönnum í gær. Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira