Þegar kjarkinn til breytinga skortir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. mars 2021 17:11 Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Sara Dögg Svanhildardóttir Grunnskólar Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun