Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 15:48 Hundruð hafa verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið. Getty/Kent Nishimura Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54
Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55