Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:38 Konur sem héldu ræður við minningarathöfnina voru dregnar burt af lögreglu. EPA-EFE/JOSHUA BRATT Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT
Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58
Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21
Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41
Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41