Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 16:55 Biden skaut á Trump þegar hann sagði að veirunni hefði fyrst verið mætt með þögn og afneitun, sem hefði kostað marga lífið. epa/Chris Kleponis Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. „Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
„Ég mun ekki hætta fyrr en við höfum sigrast á þessari veiru. En ég þarfnast ykkar, bandarísku þjóðarinnar. Ég þarfnast ykkar. Ég þarfnast þess að allir Bandaríkjamenn leggi lóð sitt á vogaskálarnar,“ sagði forsetinn um baráttuna við SARS-CoV-2. Spekúlantar benda á að Biden hefði getað notað tækifærið til að hreykja sér af árangrinum hingað til; 1,9 milljarð dala björgunarpakkanum sem hann kom í gegn og auknum hraða í bólusetningum. Þess í stað biðlaði hann til þjóðarinnar, og gerði það sem forveri hans gerði aldrei; viðurkenndi að hann væri ófær um að bjarga málunum upp á eigin spýtur. „Aðeins ég get reddað þessu,“ sagði Donald Trump svo eftirminnilega á landsþingi Repúblikanaflokksins árið 2016, þegar umræðuefnið var stjórnkerfið bandaríska. .@JoeBiden is the President we need right now.He didn't say "you need ME."He said "I need YOU."That's what it's all about, isn't it? pic.twitter.com/4IfaYNE5jH— Van Jones (@VanJones68) March 12, 2021 Biden sagði 527.726 Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19, fleiri en létust í báðum heimstyrjöldunum, Víetnam-stríðinu og 11. september 2001 samanlagt. Forsetinn varaði við bakslagi en veitti jafnframt von um bjartari tíma, þegar hann sagðist stefna að því að 4. júlí, á fullveldisdeginum sjálfum, gætu fjölskyldur komið saman í bakgörðum og gert sér glaðan dag.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira