„Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2021 12:02 Hlynur Andrésson á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss og stefnir á methlaup í maraþoni eftir rúma viku. Mynd/ÍSÍ Veður hefur sett strik í reikninginn hjá Hlyni Andréssyni sem sett hefur sér það stóra markmið að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar með sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira