Leyfði leikmanni sínum að klippa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 13:02 Bill Belichick hefur náð frábærum árangri með New England Patriots liðið undanfarin tvo áratugi. Getty/Adam Glanzman Brandon King hafði taugarnar í að klippa þjálfara sinn Bill Belichick og fékk líka nokkra brandara að launum. Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Sjá meira
Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Sjá meira