Bæjarfulltrúar uppi á borðum Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. mars 2021 16:00 Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun