Að vera vitur eftir á Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifar 7. mars 2021 13:30 Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun