Veðja á hvern? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 3. mars 2021 07:32 „Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn,“ segir í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins sem blasir við okkur á samfélagsmiðlum þessa dagana. En hvaða einstaklingur er það sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á? Er það örorkulífeyrisþeginn sem reiðir sig á grunnbætur langt undir lágmarkslaunum og er refsað með himinháum jaðarsköttum í formi tekjutengdra skerðinga þegar hann stígur inn á vinnumarkaðinn? Er það lágtekjufólkið hvers skattbyrði hefur iðulega þyngst þegar flokkurinn fer með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu? Eða veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á námsmanninn sem þarf að vinna talsvert meira samhliða námi heldur en námsmenn á hinum Norðurlöndunum vegna lágra framfærslulána og lágs frítekjumarks en er neitað um atvinnuleysistryggingar? Veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á fólkið sem hefur misst vinnuna í kórónukreppunni? Formaður flokksins hefur talað fyrir því að atvinnuleysisbótum sé haldið hæfilega lágum svo fólk hafi „nauðsynlegan hvata“ til að vinna. Afleiðingarnar af þeirri stefnu sjáum við í nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, þar sem fram kemur að helmingur atvinnulausra eigi erfitt með að ná endum saman og meirihlutinn hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu undanfarna mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn veðjar ekki á þetta fólk. Hann veðjar á þá sem þéna best og eiga mest. Forstjórann á ofurlaununum sem getur prísað sig sælan að hvergi á Norðurlöndunum greiðir hátekjufólk jafn lága skatta og á Íslandi. Eiganda stórútgerðarinnar sem greiðir sér hundraðföld árslaun fiskvinnslustarfsmannsins í arð en borgar miklu lægra skatthlutfall af tekjunum sínum en hann. Forréttindaklíkurnar á Íslandi veðja á Sjálfstæðisflokkinn. Að flokkurinn verði áfram við völd og haldi áfram að verja hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við hin skulum veðja* hvert á annað og samfélagið allt, hjálpast að við að reisa Ísland upp úr kreppunni og vinna markvisst gegn ójafnaðaráhrifum hennar, efla sameiginlegu kerfin okkar jafnvel þótt það kalli á að þyngri byrðar verði lagðar á þá ríkustu og tekjuhæstu, vinna gegn viðvarandi undirmönnun í almannaþjónustu, styðja og valdefla þá sem missa vinnuna og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Um þessi grundvallaratriði snúast kosningarnar í haust. * Reyndar leggur óþef af þessu veðmálsmyndmáli. Sá sem „veðjar“ á einhvern væntir þess að hann standi uppi sem sigurvegari í keppni, vinni eða valti yfir einhverja aðra – og þar liggur kannski einmitt grunnstefið í hugmyndafræðinni sem er svo mikilvægt að við höfnum. Við erum miklu sterkari saman. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn,“ segir í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins sem blasir við okkur á samfélagsmiðlum þessa dagana. En hvaða einstaklingur er það sem Sjálfstæðisflokkurinn veðjar á? Er það örorkulífeyrisþeginn sem reiðir sig á grunnbætur langt undir lágmarkslaunum og er refsað með himinháum jaðarsköttum í formi tekjutengdra skerðinga þegar hann stígur inn á vinnumarkaðinn? Er það lágtekjufólkið hvers skattbyrði hefur iðulega þyngst þegar flokkurinn fer með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu? Eða veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á námsmanninn sem þarf að vinna talsvert meira samhliða námi heldur en námsmenn á hinum Norðurlöndunum vegna lágra framfærslulána og lágs frítekjumarks en er neitað um atvinnuleysistryggingar? Veðjar Sjálfstæðisflokkurinn á fólkið sem hefur misst vinnuna í kórónukreppunni? Formaður flokksins hefur talað fyrir því að atvinnuleysisbótum sé haldið hæfilega lágum svo fólk hafi „nauðsynlegan hvata“ til að vinna. Afleiðingarnar af þeirri stefnu sjáum við í nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, þar sem fram kemur að helmingur atvinnulausra eigi erfitt með að ná endum saman og meirihlutinn hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu undanfarna mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn veðjar ekki á þetta fólk. Hann veðjar á þá sem þéna best og eiga mest. Forstjórann á ofurlaununum sem getur prísað sig sælan að hvergi á Norðurlöndunum greiðir hátekjufólk jafn lága skatta og á Íslandi. Eiganda stórútgerðarinnar sem greiðir sér hundraðföld árslaun fiskvinnslustarfsmannsins í arð en borgar miklu lægra skatthlutfall af tekjunum sínum en hann. Forréttindaklíkurnar á Íslandi veðja á Sjálfstæðisflokkinn. Að flokkurinn verði áfram við völd og haldi áfram að verja hagsmuni þeirra með kjafti og klóm. Við hin skulum veðja* hvert á annað og samfélagið allt, hjálpast að við að reisa Ísland upp úr kreppunni og vinna markvisst gegn ójafnaðaráhrifum hennar, efla sameiginlegu kerfin okkar jafnvel þótt það kalli á að þyngri byrðar verði lagðar á þá ríkustu og tekjuhæstu, vinna gegn viðvarandi undirmönnun í almannaþjónustu, styðja og valdefla þá sem missa vinnuna og skapa fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land. Um þessi grundvallaratriði snúast kosningarnar í haust. * Reyndar leggur óþef af þessu veðmálsmyndmáli. Sá sem „veðjar“ á einhvern væntir þess að hann standi uppi sem sigurvegari í keppni, vinni eða valti yfir einhverja aðra – og þar liggur kannski einmitt grunnstefið í hugmyndafræðinni sem er svo mikilvægt að við höfnum. Við erum miklu sterkari saman. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun