Klopp: Allir búnir að afskrifa okkur Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. mars 2021 07:00 Klopp á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty Stjóri Englandsmeistaranna segist finna fyrir því að fólk sé búið að afskrifa lið sitt eftir slæmt gengi að undanförnu. Það var þungu fargi létt af Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir að hann sá lið sitt vinna 0-2 sigur á botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Liverpool batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. „Okkar plan var að halda áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera. Þegar við náðum að spila eins og við vildum gátu þeir ekki ráðið við okkur,“ sagði Klopp. „Sheffield United hefur tapað mörgum leikjum en flestir þeirra með minnsta mun. Þeirra leikir eru alltaf spennandi til enda. Við hefðum getað skorað þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa okkur fullt af færum. Færanýtingin var nógu góð en við getum gert betur.“ Spekingar hafa talað um titilvörn Liverpool sem þá verstu í langan tíma en liðið er nítján stigum á eftir toppliði Manchester City og verður að teljast ólíklegt að Liverpool nái að keppa um titilinn á þessari leiktíð. „Það er eðlilegt að við séum gagnrýndir. Það eru allir búnir að afskrifa okkur og það er allt í lagi,“ segir Klopp sem virðist vera farinn að horfa á baráttuna um að komast í eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar. „Þetta snerist um að sýna að við erum enn hérna. Við mætum Chelsea á fimmtudag og þá ætlum við að sýna það aftur. Við verðum að vinna leiki, við vitum það. Það er engin leið inn í Meistaradeildina önnur en að vinna leiki. Við náðum því núna og höldum áfram,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Það var þungu fargi létt af Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir að hann sá lið sitt vinna 0-2 sigur á botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Liverpool batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. „Okkar plan var að halda áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera. Þegar við náðum að spila eins og við vildum gátu þeir ekki ráðið við okkur,“ sagði Klopp. „Sheffield United hefur tapað mörgum leikjum en flestir þeirra með minnsta mun. Þeirra leikir eru alltaf spennandi til enda. Við hefðum getað skorað þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa okkur fullt af færum. Færanýtingin var nógu góð en við getum gert betur.“ Spekingar hafa talað um titilvörn Liverpool sem þá verstu í langan tíma en liðið er nítján stigum á eftir toppliði Manchester City og verður að teljast ólíklegt að Liverpool nái að keppa um titilinn á þessari leiktíð. „Það er eðlilegt að við séum gagnrýndir. Það eru allir búnir að afskrifa okkur og það er allt í lagi,“ segir Klopp sem virðist vera farinn að horfa á baráttuna um að komast í eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar. „Þetta snerist um að sýna að við erum enn hérna. Við mætum Chelsea á fimmtudag og þá ætlum við að sýna það aftur. Við verðum að vinna leiki, við vitum það. Það er engin leið inn í Meistaradeildina önnur en að vinna leiki. Við náðum því núna og höldum áfram,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira