Raddir unga fólksins og sjálfbærni í einkageiranum Pauline Langbehn skrifar 1. mars 2021 08:00 Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun