Fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa: „Byrjaði að titra og náði ekki andanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2021 20:16 Geir Guðmundsson í leik gegn FH fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm Geir Guðmundsson, stórskytta Hauka í Olís deild karla, fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa í hálfleik er Haukar spiluðu gegn ÍR í Olís deild karla á dögunum. Geir ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29