Mourinho segir þjálfunaraðferðir sínar og þjálfara sinna með þeim bestu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2021 21:21 Mourinho bendir réttilega á að Tottenham hefði þurft þrjú mörk til að vinna leik dagsins. Þeir skoruðu aðeins eitt og töpuðu 2-1. EPA-EFE/Kirsty Wigglesworth José Mourinho hrósaði leikmönnum sínum eftir að Tottenham Hotspur tapaði 2-1 gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá sagði Portúgalinn geðþekki að það væri engin krísa í gangi. Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira