Þá verður kátt í höllinni og skálað fram á nótt! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 20. febrúar 2021 12:01 Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun