Ætla að skattleggja erlenda miðla og veitur Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2021 13:00 Lilja og Bjarni hafa fundað og eru sammála um að það beri að skattleggja erlenda miðla og efnisveitur sem taka stöðugt meira til sín hér á landi. vísir/vilhelm Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem snýr að skattlagningu á erlendar efnisveitur sem ráða orðið lögum og lofum hér á landi sem víðar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra funduðu í liðinni viku og ræddu meðal annars um mögulegar leiðir til skattlagningar á erlendar efnis- og streymisveitur. „Vilji ráðherranna stendur eindregið til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra, og þau hafa falið sérfræðingum ráðuneytanna að móta tillögur um hvernig megi nýta skattkerfið í þeim tilgangi,“ segir í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Skattlagning á erlenda miðla eða ígildi skattlagningar á rafræn viðskipti við umrædd fyrirtæki erlendis eru meðal þess sem eru til skoðunar. Útfærslur hugmynda í þá veru liggja ekki fyrir, en stefnan er að hraða þeirri vinnu svo leggja megi fram frumvarp um málið á þessu þingi. Eins og fréttastofan greindi frá í gær hafa stóru veiturnar brugðist misjafnlega vel við áformum ríkisstjórna í Ástralíu. Meðan Facebook tók sig til og lokaði einfaldlega fyrir deilingar efnis allra fréttamiðla, og reyndar nokkrum öðrum stofnunum í leiðinni þá hefur Google gengið til samninga við fjölmiðlafyrirtæki. Lilja var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í vikunni og þá lýst hún yfir því að nauðsynlegt væri að jafna leikinn milli annars vegar frjálsra fjölmiða og ríkisútvarpsins sem og gangvart hinum stóru erlendu efnisveitum sem eru að taka til sín 5-7 milljarða árlega af auglýsingatekjum. „Það þarf að skattleggja erlendu miðlana eins og við viljum skattleggja innlendu miðlana.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04