Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 100-91 | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 22:45 Valur - KR Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. KR fer því í landsleikjafríið með 12 stig í 4. sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. KR lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrsta leikhluta sem liðið vann 31-13. KR-ingar byrjuðu leikinn af svakalegum krafti og skoruðu 31 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 13 frá Stjörnunni. Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon voru sjóðheitir utan þriggja stiga línunnar, líkt og fleiri í KR-liðinu, og allan fyrri hálfleikinn rötuðu skotin þaðan niður frekar en ekki. KR með fleiri fráköst í fyrri hálfleik og Arnar kýldi skilti En það er sama hvar drepið er niður varðandi KR í fyrsta leikhluta, liðið var allt á fullu gasi og eins áberandi og Tyler Sabin hefur verið í vetur þá var hann aðeins einn af mörgum sem létu til sín taka. Heimamenn voru að sama skapi mjög vel á tánum í vörninni og Stjarnan virtist í miklum vandræðum með að finna svör. Það var helst að Ægir Þór Steinarsson næði að refsa KR-ingum með hraða sínum þegar hann skaust fram völlinn, en annars var allt upp á tíu hjá þeim svarthvítu í fyrsta leikhluta. Leikhlutanum lauk með svakalegri þriggja stiga körfu Björns Kristjánssonar frá eigin þriggja stiga línu og Stjörnumenn virtust hálfrotaðir. Körfuna má sjá hér að neðan. Minnum á Domino's Tilþrifin í kvöld klukkan 22:00 á @St2Sport #dominosdeildin pic.twitter.com/CkA4URanbq— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) February 11, 2021 KR-ingar náðu mest 24 stiga forskoti í leiknum, 39-15. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar reyndi hvað hann gat að kveikja neista í sínu liði og smám saman fór að örla á meiri baráttuanda í liðinu, sem samt leyfði lágvöxnu liði heimamanna að taka fleiri fráköst í fyrri hálfleiknum. Svekkelsið jókst svo bara með hverju þriggja stiga skotinu sem fór í körfuna hjá KR og á einum tímapunkti kreppti Arnar hnefann og kýldi í auglýsingaskilti, þó að hann rámaði reyndar ekkert í það í viðtali eftir leik. Á lokamínútu fyrri hálfleiks féllu hlutirnir þó loks með Stjörnumönnum og þeir náðu að minnka muninn í 16 stig fyrir hléið, 58-42. Mikil spenna fyrir lokaleikhlutann Stjarnan hóf svo áhlaup sitt mjög snemma í þriðja leikhluta og Arnþór Freyr Guðmundsson átti sinn þátt í að minnka muninn fljótt niður með góðri innkomu, en hann skoraði 14 stig í leiknum. Stjörnumenn voru langtum grimmari en í upphafi leiks og átu smám saman upp forskotið, svo að fyrir lokafjórðunginn munaði aðeins þremur stigum, 73-70. Þó að Stjarnan væri farin að anda ofan í hálsmál KR-inga þá kom það ekki að sök og þeir héldu kúlinu. Þeir voru allir tilbúnir að taka mikilvægu skotin þegar allt var undir, og setja þau niður. Munurinn var fjögur stig þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Brandon Nazione, sem átti flottan leik, setti þá niður mikilvæga körfu og á eftir fylgdu þristar frá Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Sabin, og loks Jakobi, sem gerðu út um leikinn. Af hverju vann KR? Liðið barðist með kjafti og klóm allan leikinn en ekki bara í seinni hálfleik, og þriggja stiga skotin fóru nógu oft niður. Á ögurstundu í lokaleikhlutanum sýndi sig að nóg er af leiðtogum í liði KR sem fíla það að axla ábyrgð. Hvað gekk vel? Það gekk ljómandi vel hjá KR-ingum að hitta í körfuna og þeir settu niður 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum en Stjarnan 11 af 39. Þá tóku þeir 24 fráköst gegn 22 Stjörnunnar í fyrri hálfleik þegar þeir lögðu grunninn að sigrinum. Hvað gekk illa? Stjörnumenn mættu værukærir til leiks, hverju sem um er að kenna, og lentu í of löngum eltingaleik. Þegar mesta orkan var í KR-vörninni í fyrri hálfleik, eða sér í lagi í fyrsta leikhluta, komst Stjarnan ekkert áleiðis. Hvað næst? Nú tekur við landsleikjahlé en tveir Stjörnumenn, Tómas Þórður Hilmarsson (sem reyndar spilaði lítið sem ekkert í kvöld) og Gunnar Ólafsson fara með landsliðinu til Kósóvó. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Tindastóli 28. febrúar en KR sækir ÍR heim sama kvöld. Ægir: Ófyrirgefanlegt að mæta svoleiðis hingað „Þetta var bara djúp hola, til að byrja með. Við vorum ekki skarpir í byrjun, fengum á okkur sóknarfráköst, hleyptum mönnum framhjá og í galopin skot, og svo framvegis,“ sagði Ægir Þór Steinarsson Stjörnumaður. „Við fundum einhvern veginn dampinn og minnkuðum þetta niður í jafnan leik, en svo tókum við fótinn af bensíngjöfinni og leyfðum þeim að gera sitt sóknarlega og varnarlega, sem gerði út um þennan leik,“ sagði Ægir. En hvað útskýrir frammistöðu Stjörnunnar í fyrsta leikhluta? „Það er engin útskýring á því. Það er bara ófyrirgefanlegt að mæta svoleiðis hingað. Þeir komust í svona „momentum“ og þetta var rosalega stuttur tími sem þeir voru að ná þessu forskoti, því þetta var alveg tiltölulega jafn leikur fyrstu mínúturnar,“ sagði Jakob. Munurinn var aðeins þrjú stig fyrir lokaleikhlutann eftir frábæra endurkomu Stjörnunnar, en lengra komst liðið ekki. „Ég veit ekki hvort þetta sé sálfræðilegt. Við unnum leikinn til baka og „mómentið“ var með okkur, sem kannski varð til þess að við vorum eins og við værum komnir með leikinn. Við hefðum átt að vera með fótinn á bensíngjöfinni en í staðinn féll þetta með þeim og það er þeim til hróss.“ Stjarnan fer nú í landsleikjahléið tveimur eða fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur sem spilar við Val á morgun. „Þetta hefur verið óstöðugt hjá okkur, sem er kannski bara eðlilegt. Við fáum núna ágætis tíma. Ég hef fulla trú á að við náum að slípa þetta saman og vinna sem ein vél,“ sagði Ægir um spilamennsku Stjörnunnar hingað til. Dominos-deild karla KR Stjarnan
Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. KR fer því í landsleikjafríið með 12 stig í 4. sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. KR lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrsta leikhluta sem liðið vann 31-13. KR-ingar byrjuðu leikinn af svakalegum krafti og skoruðu 31 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 13 frá Stjörnunni. Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon voru sjóðheitir utan þriggja stiga línunnar, líkt og fleiri í KR-liðinu, og allan fyrri hálfleikinn rötuðu skotin þaðan niður frekar en ekki. KR með fleiri fráköst í fyrri hálfleik og Arnar kýldi skilti En það er sama hvar drepið er niður varðandi KR í fyrsta leikhluta, liðið var allt á fullu gasi og eins áberandi og Tyler Sabin hefur verið í vetur þá var hann aðeins einn af mörgum sem létu til sín taka. Heimamenn voru að sama skapi mjög vel á tánum í vörninni og Stjarnan virtist í miklum vandræðum með að finna svör. Það var helst að Ægir Þór Steinarsson næði að refsa KR-ingum með hraða sínum þegar hann skaust fram völlinn, en annars var allt upp á tíu hjá þeim svarthvítu í fyrsta leikhluta. Leikhlutanum lauk með svakalegri þriggja stiga körfu Björns Kristjánssonar frá eigin þriggja stiga línu og Stjörnumenn virtust hálfrotaðir. Körfuna má sjá hér að neðan. Minnum á Domino's Tilþrifin í kvöld klukkan 22:00 á @St2Sport #dominosdeildin pic.twitter.com/CkA4URanbq— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) February 11, 2021 KR-ingar náðu mest 24 stiga forskoti í leiknum, 39-15. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar reyndi hvað hann gat að kveikja neista í sínu liði og smám saman fór að örla á meiri baráttuanda í liðinu, sem samt leyfði lágvöxnu liði heimamanna að taka fleiri fráköst í fyrri hálfleiknum. Svekkelsið jókst svo bara með hverju þriggja stiga skotinu sem fór í körfuna hjá KR og á einum tímapunkti kreppti Arnar hnefann og kýldi í auglýsingaskilti, þó að hann rámaði reyndar ekkert í það í viðtali eftir leik. Á lokamínútu fyrri hálfleiks féllu hlutirnir þó loks með Stjörnumönnum og þeir náðu að minnka muninn í 16 stig fyrir hléið, 58-42. Mikil spenna fyrir lokaleikhlutann Stjarnan hóf svo áhlaup sitt mjög snemma í þriðja leikhluta og Arnþór Freyr Guðmundsson átti sinn þátt í að minnka muninn fljótt niður með góðri innkomu, en hann skoraði 14 stig í leiknum. Stjörnumenn voru langtum grimmari en í upphafi leiks og átu smám saman upp forskotið, svo að fyrir lokafjórðunginn munaði aðeins þremur stigum, 73-70. Þó að Stjarnan væri farin að anda ofan í hálsmál KR-inga þá kom það ekki að sök og þeir héldu kúlinu. Þeir voru allir tilbúnir að taka mikilvægu skotin þegar allt var undir, og setja þau niður. Munurinn var fjögur stig þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Brandon Nazione, sem átti flottan leik, setti þá niður mikilvæga körfu og á eftir fylgdu þristar frá Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Sabin, og loks Jakobi, sem gerðu út um leikinn. Af hverju vann KR? Liðið barðist með kjafti og klóm allan leikinn en ekki bara í seinni hálfleik, og þriggja stiga skotin fóru nógu oft niður. Á ögurstundu í lokaleikhlutanum sýndi sig að nóg er af leiðtogum í liði KR sem fíla það að axla ábyrgð. Hvað gekk vel? Það gekk ljómandi vel hjá KR-ingum að hitta í körfuna og þeir settu niður 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum en Stjarnan 11 af 39. Þá tóku þeir 24 fráköst gegn 22 Stjörnunnar í fyrri hálfleik þegar þeir lögðu grunninn að sigrinum. Hvað gekk illa? Stjörnumenn mættu værukærir til leiks, hverju sem um er að kenna, og lentu í of löngum eltingaleik. Þegar mesta orkan var í KR-vörninni í fyrri hálfleik, eða sér í lagi í fyrsta leikhluta, komst Stjarnan ekkert áleiðis. Hvað næst? Nú tekur við landsleikjahlé en tveir Stjörnumenn, Tómas Þórður Hilmarsson (sem reyndar spilaði lítið sem ekkert í kvöld) og Gunnar Ólafsson fara með landsliðinu til Kósóvó. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Tindastóli 28. febrúar en KR sækir ÍR heim sama kvöld. Ægir: Ófyrirgefanlegt að mæta svoleiðis hingað „Þetta var bara djúp hola, til að byrja með. Við vorum ekki skarpir í byrjun, fengum á okkur sóknarfráköst, hleyptum mönnum framhjá og í galopin skot, og svo framvegis,“ sagði Ægir Þór Steinarsson Stjörnumaður. „Við fundum einhvern veginn dampinn og minnkuðum þetta niður í jafnan leik, en svo tókum við fótinn af bensíngjöfinni og leyfðum þeim að gera sitt sóknarlega og varnarlega, sem gerði út um þennan leik,“ sagði Ægir. En hvað útskýrir frammistöðu Stjörnunnar í fyrsta leikhluta? „Það er engin útskýring á því. Það er bara ófyrirgefanlegt að mæta svoleiðis hingað. Þeir komust í svona „momentum“ og þetta var rosalega stuttur tími sem þeir voru að ná þessu forskoti, því þetta var alveg tiltölulega jafn leikur fyrstu mínúturnar,“ sagði Jakob. Munurinn var aðeins þrjú stig fyrir lokaleikhlutann eftir frábæra endurkomu Stjörnunnar, en lengra komst liðið ekki. „Ég veit ekki hvort þetta sé sálfræðilegt. Við unnum leikinn til baka og „mómentið“ var með okkur, sem kannski varð til þess að við vorum eins og við værum komnir með leikinn. Við hefðum átt að vera með fótinn á bensíngjöfinni en í staðinn féll þetta með þeim og það er þeim til hróss.“ Stjarnan fer nú í landsleikjahléið tveimur eða fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur sem spilar við Val á morgun. „Þetta hefur verið óstöðugt hjá okkur, sem er kannski bara eðlilegt. Við fáum núna ágætis tíma. Ég hef fulla trú á að við náum að slípa þetta saman og vinna sem ein vél,“ sagði Ægir um spilamennsku Stjörnunnar hingað til.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti