Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 11:43 Jacob Chansley, sem gengur einnig undir nafninu Jake Angeli og er kallaður Qanon seiðmaðurinn, á öngum þinhúss Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira