Jesse Lingard var bara eitt stórt bros í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar öðru mark sinna í fyrsta leiknum með West Ham United en með honum eru Ryan Fredericks og Tomas Soucek. Getty/Shaun Botterill Jesse Lingard hafði ekki fengið eina sekúndu í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en nýtti níutíu mínúturnar sínar vel í búningi West Ham í gærkvöldi. Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira