Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 11:08 Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, í gryfjunni í Stúdentakjallaranum en búið er að dæla mesta vatninu út. Vísir/Egill Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. „Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka. Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira