Logi hefði rekið Tomas Svensson Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2021 07:01 Tomas Svensson, til vinstri, og Logi Geirsson, til hægri. Getty/picture alliance/skjáskot/stöð 2 sport Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, hefði rekið Tomas Svensson úr starfi sínu sem aðstoðarmaður og markmannsþjálfari eftir ummæli hans um fjarveru Arons Pálmarssonar. Tomas Svensson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, veitti sænskum blaðamanni og samlanda viðtal og þar talaði hann meðal annars um Aron og meiðsli hans. Svensson hélt því fram að læknar íslenska liðsins hefðu ekki fengið að skoða Aron en það mun ekki vera rétt hjá honum. Sá sænski baðst síðan afsökunar en Aron sagði sjálfur í viðtali að Tomas hafi verið fljótur til og beðist afsökunar. Aron hafi hins vegar spurt hann hvað honum gengi til með ummælunum en Logi Geirsson ræddi við Harmageddon um málið fyrir leikinn gegn Sviss í gær. „Það er búið að vera alls konar í gangi á þessu móti. Mikið af leikmönnum að væla um hitt og þetta, aðbúnað og mikið væll í kringum þetta heilt yfir. Svo alls konar fréttir eins og á Vísi með Aron og Tomas Svensson,“ sagði Logi. „Við erum með Thomas Svensson sem markmannsþjálfara en ég væri hins vegar búinn að reka hann, ef ég væri þjálfari liðsins. Hann mætir þarna í viðtal á einhverjum Zoom-fundi og sakar Aron, HSÍ og Brynjólf (lækni landsliðsins) um að eitthvað gruggugt sé í gangi.“ „Hann talar um möguleika á því að Aron sé ekki með því við eigum ekki möguleika á verðlaunum og talar um að það sé mögulega samningur við Barcelona. Þetta er bara rugl. Aron er bara að glíma við alvarleg meiðsli. Það var bara talið skynsamlegt að hann væri ekkert að spila.“ Logi segir að læknar landsliðsins hafi verið með í ákvörðuninni og að hann hefði skipt Tomasi út. Hann og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari séu þó ekki einn og sami maðurinn og því öðruvísi hugsunarháttur hjá þeim. „Læknir Íslands voru meðvitaðir um allt ferlið. Með öll sjúkragögn undir höndum. Það vita allir að Aron vildi vera með á stórmóti. Hann er okkar lang besti maður. Svo mér finnst þetta klaufaleg samskipti. Það er talað um misskilning. Mér finnst þetta bara trufla liðið. Hann á bara að vera markmannsþjálfari.“ „Hann er búinn að vera þarna í nokkur ár og ég sé ekki að það sé búið að skila mjög miklu. Ég hefði nýtt tækifærið og skipt honum út en ég er sem betur fer ekki þjálfari. Ég og Gummi erum ekki eins og ekki með eins skoðanir. Ég hefði klárlega gert þetta. Það eru tvær vikur frá því að það kom tilkynning að leikmaðurinn væri ekki með. Að tala um þetta núna og allar mest lesnu fréttirnar á Íslandi eru um þetta. Hann baðst afsökunar en það hefði ekki verið nóg fyrir mig en ég er sem betur fer ekki þjálfari,“ sagði Logi léttur. Umræðuna má heyra eftir rúmlega 4:30 mínútur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31 Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Ekkert gruggugt í gangi“ „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 16:47 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Tomas Svensson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, veitti sænskum blaðamanni og samlanda viðtal og þar talaði hann meðal annars um Aron og meiðsli hans. Svensson hélt því fram að læknar íslenska liðsins hefðu ekki fengið að skoða Aron en það mun ekki vera rétt hjá honum. Sá sænski baðst síðan afsökunar en Aron sagði sjálfur í viðtali að Tomas hafi verið fljótur til og beðist afsökunar. Aron hafi hins vegar spurt hann hvað honum gengi til með ummælunum en Logi Geirsson ræddi við Harmageddon um málið fyrir leikinn gegn Sviss í gær. „Það er búið að vera alls konar í gangi á þessu móti. Mikið af leikmönnum að væla um hitt og þetta, aðbúnað og mikið væll í kringum þetta heilt yfir. Svo alls konar fréttir eins og á Vísi með Aron og Tomas Svensson,“ sagði Logi. „Við erum með Thomas Svensson sem markmannsþjálfara en ég væri hins vegar búinn að reka hann, ef ég væri þjálfari liðsins. Hann mætir þarna í viðtal á einhverjum Zoom-fundi og sakar Aron, HSÍ og Brynjólf (lækni landsliðsins) um að eitthvað gruggugt sé í gangi.“ „Hann talar um möguleika á því að Aron sé ekki með því við eigum ekki möguleika á verðlaunum og talar um að það sé mögulega samningur við Barcelona. Þetta er bara rugl. Aron er bara að glíma við alvarleg meiðsli. Það var bara talið skynsamlegt að hann væri ekkert að spila.“ Logi segir að læknar landsliðsins hafi verið með í ákvörðuninni og að hann hefði skipt Tomasi út. Hann og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari séu þó ekki einn og sami maðurinn og því öðruvísi hugsunarháttur hjá þeim. „Læknir Íslands voru meðvitaðir um allt ferlið. Með öll sjúkragögn undir höndum. Það vita allir að Aron vildi vera með á stórmóti. Hann er okkar lang besti maður. Svo mér finnst þetta klaufaleg samskipti. Það er talað um misskilning. Mér finnst þetta bara trufla liðið. Hann á bara að vera markmannsþjálfari.“ „Hann er búinn að vera þarna í nokkur ár og ég sé ekki að það sé búið að skila mjög miklu. Ég hefði nýtt tækifærið og skipt honum út en ég er sem betur fer ekki þjálfari. Ég og Gummi erum ekki eins og ekki með eins skoðanir. Ég hefði klárlega gert þetta. Það eru tvær vikur frá því að það kom tilkynning að leikmaðurinn væri ekki með. Að tala um þetta núna og allar mest lesnu fréttirnar á Íslandi eru um þetta. Hann baðst afsökunar en það hefði ekki verið nóg fyrir mig en ég er sem betur fer ekki þjálfari,“ sagði Logi léttur. Umræðuna má heyra eftir rúmlega 4:30 mínútur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31 Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Ekkert gruggugt í gangi“ „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 16:47 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31
Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01
„Ekkert gruggugt í gangi“ „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 16:47
„Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30