Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 09:00 Kamala Harris og Joe Biden eru hér ásamt mökum sínum, Doug Emhoff og Jill Biden, við minningarathöfn í Washington-borg í gær sem haldin var vegna þeirra sem látist hafa í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Getty/Michael M. Santiago Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira